Lokar Önnu Jónu og segir það mikinn létti Haraldur Þorleifsson hefur lokað veitingastað sínum Önnu Jónu á Tryggvagötu. Hann segist enn vera að melta hlutina en segir ákvörðunina vera gríðarlega mikinn létti. Erfitt rekstrarumhverfi hafi spilað sinn þátt. 2.5.2024 09:26
„Eurovision mamman“ með gleði og kærleika að vopni Hera Björk Þórhallsdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision í ár segist vel stemmd fyrir því að stíga á svið í Malmö í annað sinn í dag þegar önnur æfing íslenska atriðisins fer fram. Reynsla hennar í Eurovision vekur mikla athygli og er hún kölluð „Eurovision mamman“ af sumum úti. Hún segist ætla að einbeita sér að gleðinni en ekki neikvæðni. 1.5.2024 07:01
Eltihrellirinn í Baby Reindeer íhugar að leita réttar síns Eltihrellirinn sem elti breska leikarann Richard Gadd á röndum fyrir um tíu árum síðan segist nú íhuga að leita réttar síns vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Baby Reindeer sem slegið hefur í gegn á Netflix. Hún segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þáttanna. 30.4.2024 10:24
Bitcoin fjárfestar gerðu sér glaðan dag í Grósku Starfsmenn Myntkaupa blésu til allsherjarteitis í Grósku til þess að fagna svokallaðri Bitcoin helmingun sem átti sér stað þarsíðustu helgi. Um er að ræða viðburð sem verður á fjögurra ára fresti. 30.4.2024 09:00
Hvernig á að kenna hundi að rekja spor og slaka á Sporaþjálfun, tannheilsa hunda og aðalatriðin þegar kenna á hundi að slaka á eru til umfjöllunar í nýjasta þættinum af Hundarnir okkar á Vísi. Þáttinn má horfa á neðst í fréttinni. 30.4.2024 07:00
Trítaði sig og fékk sér Teslu: „Hvað ertu með í laun eiginlega?“ Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, trítaði sig á dögunum og gaf sjálfum sér Teslu í sumargjöf. Um er að ræða hans fyrsta bíl en kaupin hafa vakið töluverða athygli ef marka má samfélagsmiðla. 29.4.2024 15:36
Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29.4.2024 10:46
Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29.4.2024 10:24
Dulin blessun að missa Baðhúsið Linda Pétursdóttir segist þakklát og glöð fyrir líf sitt og segist sjaldan hafa verið hamingjusamari eftir alls kyns erfiðleika í gegnum tíðina. Linda, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist komin á þann stað að vera raunverulega frjáls frá áliti annarra, en það hafi tekið langan tíma. 29.4.2024 10:01
Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna ástandsins í Íran Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum. 28.4.2024 07:00