Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2025 19:01 Jonas Gahr Støre við kynningu á þjóðaröryggisstefnunni í Osló í dag. EPA-EFE/Lise Åserud Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“ Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“
Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira