Halla forseti rokkar svart og hvítt Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti í stílhreinum fatnaði á þingsetninguna í dag. Hún valdi hvítan rúllukragabol við hvítan jakka sem er algjörlega í anda Höllu og má segja að hún hafi klætt sig í stíl við snjókomuna. 4.2.2025 13:33
Drengurinn skal heita Ezra Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa nefnt litla drenginn sem þau eignuðust í lok janúar. Hann heitir Ezra Antony Amor. 4.2.2025 12:28
Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha. 4.2.2025 09:30
Seldist upp á einni mínútu Tólf hundruð manns mættu og skemmtu sér saman þegar Fram boðaði til Þorrablóts 113 í Framhöllinni í Grafarholti um helgina. Þar voru Framsóknarmenn og borgarfulltrúar atkvæðamiklir en það seldist upp á þorrablótið á einni mínútu og var stemningin eftir því. 3.2.2025 20:02
Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sigurvilji, ný íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara, verður frumsýnd laugardaginn 8. febrúar í Laugarásbíói. Myndin fer í kjölfarið í almennar sýningar í Laugarásbíói og í Bíóhúsinu á Selfossi. 3.2.2025 14:00
Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Ömurlegt veður, gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir settu svo sannarlega ekki strik í reikninginn í síðustu viku hjá stjörnum landsins. Hvort sem það voru utanlandsferðir á fjarlægari slóðum eða kósý heima, þá var allt að gerast í vikunni sem leið. 3.2.2025 09:36
Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ólafur Darri Ólafsson leikari er fyrir löngu orðinn einn allra þekktasti leikari sem Ísland hefur alið af sér. Það skal því engan undra að hann fer með stærðarinnar hlutverk í annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Severance sem eru í leikstjórn Ben Stiller. Ólafur segir að vinátta þeirra frá fornu fari, Walter Mitty dögunum á Íslandi, hafi orðið til þess að leikstjórinn hafi hóað í hann vegna hlutverksins. 3.2.2025 07:00
Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Opnunarhátíð árlegs fjáröflungar- og vitundarvakningarátaks Krafts, Lífið er núna, fór fram í síðustu viku með pompi og prakt. Rúmlega tvöhundruð manns mættu í verslun Rammagerðarinnar þar sem var margt um manninn og gleði í lofti. 31.1.2025 20:01
Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona eiga von á barni. Þetta tilkynna þær í einlægri færslu á samfélagsmiðlum. 31.1.2025 16:14
Þungarokkarar komast ekki til Íslands Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar. 31.1.2025 15:36