Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sviss­neski skemmti­staðurinn ekki skoðaður í fimm ár

Svissneski skemmtistaðurinn sem varð alelda á nýársnótt með þeim afleiðingum að fjörutíu manns létust og fjöldi særðist alvarlega hafði ekki verið skoðaður af eftirlitsmönnum í fimm ár. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var vegna málsins en þar var tilkynnt að skemmtiblys verði bönnuð með öllu á næturklúbbum í Sviss.

„Það er öllu stjórnað með ógn þarna“

Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd.

Óttast að kvik­mynda­hús endi eins og djass­klúbbar

Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur miklar áhyggjur af framtíð kvikmyndahúsa. Hann segir breytingar í kvikmyndaiðnaðinum nú gerast á ógnarhraða og óttast að kvikmyndahús endi á svipuðum stað og djassklúbbar hvað varðar aðsókn.

Stein­hissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins

Foreldrar fyrsta barnsins sem fæddist á þessu ári áttu ekki von á drengnum í heiminn fyrr en viku síðar. Það kom því vel á óvart þegar drengurinn fæddist undir flugeldaregni skömmu eftir miðnætti á nýársnótt en um er að ræða fyrsta barn þeirra beggja.

2025 var hlýjasta árið á Ís­landi frá upp­hafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu.

Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið

Frá og með deginum í gær er öllum eigendum ökutækja óháð orkugjafa skylt að greiða kílómetragjald. Eigendur bifhjóla og fólksbíla þurfa nú að skrá kílómetragjald að lágmarki einu sinni á ári á meðan eigendur vörubíla þurfa að gera það að lágmarki á sex mánaða fresti. Síðasti dagur skráninga er 20. janúar 2026 en sé engin skráning gerð fyrir 1. apríl verður að greiða vanskráningargjald og fara með bílinn á skoðunarstöð.

Sjá meira