Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði. 31.1.2025 10:57
Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Lokahnykkur í því sem óvænt varð hamfaraþríleikur, Árið án sumars, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Verkið er úr smiðju sviðslistahópsins Marmarabarna og er rómantísk hrollvekja um vináttu og veður. 31.1.2025 09:02
Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Haraldur Þorleifsson, oftast kallaður Halli og var lengi vel kenndur við Ueno, hefur sett í loftið nýtt vikulegt hlaðvarp sem ber heitið Labbitúr. Þar fer hann í göngutúr með fólki sem býr eitthvað til. Í fyrsta þætti ræðir hann við Ragnar Kjartansson. 30.1.2025 13:01
Icelandair hefur flug til Miami Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku. 30.1.2025 11:15
Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Eitt frægasta hús landsins, draumahús þeirra Andreu Eyland og Þorleifs Kamban í Ölfusi rétt hjá Hveragerði er enn til sölu. Húsið var fyrst auglýst til sölu í sumar en bygging hússins hefur vakið gríðarlega athygli frá upphafi. 30.1.2025 10:05
Enn einn breski erfinginn í heiminn Prinsessan Beatrice af Bretlandi er búin að eignast sitt annað barn, litla stúlku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni þar sem segir að móður og barni heilsist vel. 29.1.2025 15:22
Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Bandaríski leikarinn Will Ferrell ætlar að umbreyta Eurovision kvikmyndinni sem sló í gegn árið 2020 í söngleik á Broadway. Hann segist einfaldlega ekki geta slitið sig frá Eurovision. 29.1.2025 14:33
Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Leikarinn Jörundur Ragnarsson og sambýliskona hans Magdalena Björnsdóttir hafa sett íbúð sína við Brávallagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 82,9 milljónir. 29.1.2025 12:32
Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sigrún Kjartansdóttir jóga- og bandvefslosunarkennari segir að langflestum hætti til þess að teygja ekki nóg eða alls ekkert eftir æfingar. Hún segir að það hafi gríðarleg áhrif á vellíðan. 28.1.2025 17:00
Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins. 28.1.2025 13:33