Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Foreldrar í Garðabæ eru hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Gjöldin hjá félaginu hafi hækkað um þrjátíu prósent milli ára. 11.11.2025 15:08
Hafa uppgötvað djöflabýflugu Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað nýja tegund býflugna sem er með lítil horn. Tegundin hefur fengið djöfullegt nafn, Lúsífer. 11.11.2025 14:03
Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Tyrkneskir saksóknarar krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir Ekrem İmamoğlu borgarstjóra Istanbúl. Hann hefur setið í fangelsi síðan í mars vegna meintra spillingarmála en hann er einn helsti andstæðingur Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta. 11.11.2025 13:20
Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. 11.11.2025 12:34
Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Umfang ólöglegrar starfsemi á íslenskum peningaleikjamarkaði fer vaxandi og milljarðar streyma úr landi vegna þessa. Á sama tíma eru engin úrræði í boði hérlendis til ábyrgrar spilunar. Lögleiða þarf netspilun hér á landi, ná stjórn á markaðnum, efla neytendavernd, styrkja varnir gegn peningaþvætti og tryggja samfélagslegan ávinning. 11.11.2025 11:03
Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku. 11.11.2025 10:27
Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Íbúi í Hornafirði er uggandi yfir fyrirhuguðum áætlunum Bláa lónsins um að byggja nýtt baðlón við rætur Hoffellsjökuls á Suðausturlandi. Svæðið sé einstakt á heimsvísu, allt tal um uppbyggingu sé blekkjandi þar sem einstök og óröskuð náttúran á svæðinu sé einmitt það sem laði ferðamenn að. 11.11.2025 06:46
Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. 10.11.2025 14:41
Bird skellt í lás Skemmtistaðnum Bird á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðbæ Reykjavíkur var skellt í lás í síðasta sinn í gærkvöldi. Um eitt og hálft ár er síðan staðurinn opnaði í því sem áður höfðu verið húsakynni Frederiksen. 10.11.2025 11:19
Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. 10.11.2025 11:08
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent