Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Mjólkurframleiðslu landsins er kollvarpað í drögum að breyttum búvörulögum að mati framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Fyrirhugaðar breytingar séu bændum mikið reiðarslag og réttast sé að drögin í heild sinni verði dregin til baka. 7.10.2025 19:13
„Það þarf að gera meira og hraðar“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að stjórnvöld hyggist bregðast við þeirri íþyngjandi stöðu sem fólk og fyrirtæki búa við meðal annars vegna hárra vaxta. Í farvatninu sé húsnæðis- og efnahagspakki sem muni taka mið af veruleika þeirra hópa sem mest finna fyrir háum stýrivöxtum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í fyrramálið. Greinendur á markaði búast við óbreyttum vöxtum. 7.10.2025 13:46
Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. 7.10.2025 13:33
Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. 3.10.2025 13:40
Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. 2.10.2025 14:17
Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1.10.2025 14:44
Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Nú þegar rúmur sólarhringur er liðinn frá því að forsvarsmenn Play sögðu félagið fallið eru fjölmargir farþegar í vanda og reyna eftir fremsta megni að finna annað flug heim með hraði. Tvær konur í heilsuferð í Króatíu taka þó þessu verkefni með miklu æðruleysi enda var tilgangur ferðarinnar að efla líkamlega og andlega heilsu. 30.9.2025 13:14
Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Formaður Rithöfundasambands Íslands segist fagna nýrri úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum en bendir þó á að ekki sé hægt að meta afköst rithöfunda út frá útgefnum bókum eða fjölda blaðsíðna. Fleira sé skrifað heldur en bara bækur. Blaðamaður Morgunblaðsins segir að sér þyki hörð viðbrögð rithöfunda benda til þess að hópurinn vilji í lengstu lög forðast umræðu um launin. 29.9.2025 16:50
Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Sex manna fjölskylda sem fékk samþykkt kauptilboð í húsnæði í apríl er orðin langþreytt á sölukeðjum sem ítrekað slitna. Ástandið myndi batna talsvert ef fólk sem hyggur á kauptilboð hefði greiðslumatið til reiðu og lánsloforð frá bankanum. 18.9.2025 06:00
Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. 17.9.2025 23:33