Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Drógu tvo vélar­vana báta að landi og björguðu ör­­magna göngu­­mönnum

Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss.

Útgerðarfélag Akureyringa selur línuskipið Önnu EA 305

Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, er helsta ástæða sölunnar að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og því hafi þótt rökrétt að selja skipið.

Byrjuð að framleiða Aulann mig 4

Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn.

Á­rásar­maðurinn úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald

Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur.

Körfu­bolta­stjarna fór fyrir dómara í Rúss­landi í dag

Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar.

Heldur stærstu tón­­leika sumarsins komin 35 vikur á leið

Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ólafs, er ein af skipuleggjendunum bak við tónleika breska rapparans Skepta í Valshöllinni 1. júlí næstkomandi. Ekki nóg með að halda eina stærstu tónleika sumarsins heldur verður Sigga komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram.

Fimm mánaða stúlka skotin til bana í Chicago

Fimm mánaða stúlka var skotin til bana í aftursæti bíls í South Shore-hverfi Chicago síðdegis í gær. Stúlkan var flutt á spítala eftir að hafa fengið skot í höfuðið og lést hún þar. Maður á fimmtugsaldri hlaut einnig áverka eftir að byssuskot hæfði hann nærri auga.

Sjá meira