Íslandsvinurinn OG Maco látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 10:24 Bandaríski rapparinn OG Maco lést fimmtudaginn 27. desember eftir að hafa verið í dái í tæpar tvær vikur. Getty Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði. TMZ greinir frá andláti Maco, sem hét réttu nafni Chiajulam Ihesiba yngri og var frá bænum College Park í Georgíu-ríki. Maco var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles 12. desember eftir að lögreglu hafði borist tilkynning frá nágrönnum hans um skothvell snemma morguns. Hann lést síðan fimmtudaginn 27. desember síðastliðinn, tæpum tveimur vikum síðar, umkringdur fjölskyldu sinni. Samkvæmt heimildamönnum TMZ hafði ástand Maco versnað til muna á undanförnum dögum og reyndist læknum ógerlegt að bjarga honum. Fjölskylda rapparans birti yfirlýsingu um andlátið á Instagram síðu hans á föstudag. View this post on Instagram A post shared by Maco Mattox (OG Maco) (@ogxmaco) „Meðan við syrgjum þennan mikla missi, fögnum við líka hans makalausa lífi sem mun halda áfram að verða fólki innblástur og upplyfting,“ skrifaði fjölskyldan í færslunni. „Áhrif Maco, sem listamanns og manneskju, verða að eilífu grafin í hjörtu okkar.“ Sótti Hlíðarenda og Gullinbrú heim Maco varð frægur árið 2014 fyrir smell sinn „U Guessed It“ sem gat af sér hið enn vinsælla „U Guessed it (Remix)“ með rapparanum 2 Chainz. Vinsældir laganna fleyttu honum á nýliðalista tímaritsins XXL árið 2015 en þangað rata ungir og upprennandi rapparar sem talið er að muni slái í gegn. The Wait Is Over: Here Is the 2015 XXL Freshman Class #xxlfreshmen http://t.co/rlPtlFii0a pic.twitter.com/2JRQHHJFcf— XXL Magazine (@XXL) June 3, 2015 Maco gaf í kjölfarið út þó nokkrar stuttskífur en náði ekki að fylgja vinsældum „U Guessed It“ eftir. Plöturnar The God of Rage og OG MACO komu út 2021 og 2023 en lítið fór fyrir þeim. Á meðan frægðarsól Maco skein skært kom hann til Íslands og spilaði á tvennum tónleikum. Annars vegar hélt hann tónleika á Hendrix á Gullinbrú 15. desember 2016 og hins vegar tróð hann upp með Schoolboy Q á tónleikum þess síðarnefnda í Valshöllinni fjórum dögum síðar, 19. desember. Hér fyrir neðan má heyra helsta slagara OG Maco: Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
TMZ greinir frá andláti Maco, sem hét réttu nafni Chiajulam Ihesiba yngri og var frá bænum College Park í Georgíu-ríki. Maco var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles 12. desember eftir að lögreglu hafði borist tilkynning frá nágrönnum hans um skothvell snemma morguns. Hann lést síðan fimmtudaginn 27. desember síðastliðinn, tæpum tveimur vikum síðar, umkringdur fjölskyldu sinni. Samkvæmt heimildamönnum TMZ hafði ástand Maco versnað til muna á undanförnum dögum og reyndist læknum ógerlegt að bjarga honum. Fjölskylda rapparans birti yfirlýsingu um andlátið á Instagram síðu hans á föstudag. View this post on Instagram A post shared by Maco Mattox (OG Maco) (@ogxmaco) „Meðan við syrgjum þennan mikla missi, fögnum við líka hans makalausa lífi sem mun halda áfram að verða fólki innblástur og upplyfting,“ skrifaði fjölskyldan í færslunni. „Áhrif Maco, sem listamanns og manneskju, verða að eilífu grafin í hjörtu okkar.“ Sótti Hlíðarenda og Gullinbrú heim Maco varð frægur árið 2014 fyrir smell sinn „U Guessed It“ sem gat af sér hið enn vinsælla „U Guessed it (Remix)“ með rapparanum 2 Chainz. Vinsældir laganna fleyttu honum á nýliðalista tímaritsins XXL árið 2015 en þangað rata ungir og upprennandi rapparar sem talið er að muni slái í gegn. The Wait Is Over: Here Is the 2015 XXL Freshman Class #xxlfreshmen http://t.co/rlPtlFii0a pic.twitter.com/2JRQHHJFcf— XXL Magazine (@XXL) June 3, 2015 Maco gaf í kjölfarið út þó nokkrar stuttskífur en náði ekki að fylgja vinsældum „U Guessed It“ eftir. Plöturnar The God of Rage og OG MACO komu út 2021 og 2023 en lítið fór fyrir þeim. Á meðan frægðarsól Maco skein skært kom hann til Íslands og spilaði á tvennum tónleikum. Annars vegar hélt hann tónleika á Hendrix á Gullinbrú 15. desember 2016 og hins vegar tróð hann upp með Schoolboy Q á tónleikum þess síðarnefnda í Valshöllinni fjórum dögum síðar, 19. desember. Hér fyrir neðan má heyra helsta slagara OG Maco:
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira