Hrafnslaupur upp í byggingakrana á Selfossi Krummapar á Selfossi hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa búið til laup hátt upp í byggingakrana í bænum. Fuglafræðingur segir hrafninn einn gáfaðasta fugl, sem fyrirfinnst. 10.4.2021 20:07
Níu hundruð manns bólusettir á Selfossi í gær og í dag Um fimm hundruð manns úr Hveragerði, Þorlákshöfn, uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi fá bólusetningu í dag og fjögur hundruð manns af þessum svæðum fengu bólusetningu í gær. 10.4.2021 12:23
Syngjandi systur á Hvolsvelli Þrjár systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa ekki setið með hendur í skauti um páskana því þær hafa notið þess að syngja saman. Pabbi og fósturpabbi þeirra spilar undir hjá þeim. 5.4.2021 20:03
Óvænt gifting á Hvolsvelli tilkynnt í páskaeggi Það var mikið húllum hæ í húsi á Hvolsvelli í morgun þegar páskaeggin voru opnuð. Ástæðan er sú að þar var miði inn í, sem tilkynnti um óvænta uppákomu, sem fór fram í skjóli nætur. 4.4.2021 20:04
Líknardeild hefur verið opnuð á Selfossi Líknardeild hefur verið opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi en fjögur rúm eru á deildinni fyrir líknar og lífslokameðferð. 4.4.2021 13:07
Svefn á ekki að vera afgangsstærð „Það er ekki flott að sofa lítið, við eigum að virða svefninn og gefum okkur tíma til að sofa.“ . Þetta segir heimilislæknir, sem vinnur meðal annars með svefn fólks. 3.4.2021 21:02
Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir. Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum. 2.4.2021 20:25
Auðlindin virkar vel á Selfossi Auðlindin, sem er virkni og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg, sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað hefur gefist mjög vel enda biðlisti eftir að komast þangað inn. Sextán ungmenni mæta þar daglega þar sem þau fást við fjölbreytt og skapandi verkefni. 2.4.2021 14:04
Kýrin Ösp mjólkar allra mest á Suðurlandi Kýrin Ösp á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi er mikill kostagripur því hún er nytjahæsta kýrin á Suðurlandi. Ösp mjólkaði vel yfri fimmtíu lítra á dag í sautján vikur í röð á síðasta ári. 1.4.2021 19:27
Krummi sem heldur að hann sé hundur Hrafninn Dimma heldur að hann sé hundur því henni þykir ekkert meira skemmtilegt en að leika við Rjúpu, sem er sextíu kíló hundur á heimili við Elliðavatn. 31.3.2021 20:03