Bæjarstjóri vill funda með ráðherra um hávaða á Kársnesi Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll. 16.9.2024 06:45
Oddviti segist ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir sveitarfélagið ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis um að setja Búrfellslund í orkuvirkjanakost. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir málið ekki svo einfalt. Ákvörðun Alþingis sé ekki endanleg. Eggert og Snæbjörn ræddu orkumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 15.9.2024 16:01
Ratleikur sem endaði með óvæntu brúðkaupi Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marel og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir giftu sig óvænt í Dómkirkjunni í gær. Árni Oddur og Kristrún hafa verið saman í um tvö ár. Hjónin höfðu ekki boðið til brúðkaups heldur var veislan óvænt. Greint var fyrst frá brúðkaupinu á vef mbl.is í gær. 15.9.2024 14:44
Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. 15.9.2024 12:18
Ótrúlegt ef Sjálfstæðismenn ætli að hoppa á Miðflokksvagninn Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins finnst ótrúlegt að fólk ætli að hoppa á vagn Miðflokksins sé það ekki ánægt með stefnu Sjálfstæðisflokksins eða vinnu flokksins síðasta kjörtímabilið. 15.9.2024 11:02
Handtekinn eftir eftirför úr miðbæ í Mosfellsbæ Karlmaður verður ákærður fyrir fjölda umferðarlagabrota eftir eftirför lögreglu sem hófst í miðbænum síðdegis í gær endaði í Mosfellsbæ. Í dagbók lögreglunnar segir að maðurinn hafi á ákveðnum köflum ekið á 200 kílómetra hraða á klukkustund. 15.9.2024 09:51
Staða stjórnmála, Búrfellsvirkjun og niðurskurðarstefna í opinberum rekstri Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði ræðir rannsóknir sínar á nútímasamfélagi sem hann segir grafa undan sjálfu sér með áherslum sem valda einangrun og firringu, fremur en samkennd og samstöðu. 15.9.2024 09:42
Rigning, slydda og jafnvel snjókoma norðaustanlands Í dag verður norðan og norðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu en 10 til 15 á austanverðu landinu framan yfir hádegi. Þá verður skýjað og rigning eða slydda norðaustanlands, jafnvel snjókoma inn til landsins, en styttir upp síðdegis. Yfirleitt bjart í öðrum landshlutum. Í kvöld á svo að lægja. Hiti verður líklega í dag á bilinu 3 til 12 stig og verður hlýjast sunnanlands. 15.9.2024 08:39
Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi vilja að framkvæmd verði rannsókn á tengslum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og fjölmiðlamannsins Waheed Alli. Samkvæmt reglum þingsins á að tilkynna um allar gjafir innan 28 daga frá kosningum en Starmer tilkynnti ekki fyrr en á þriðjudag um ýmsar gjafir frá Alli til konunnar sinnar. 15.9.2024 08:23
Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15.9.2024 07:43