Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dyra­verðir grunaðir um al­var­lega líkams­á­rás

Dyraverðir skemmtistaðar í miðbænum voru handteknir í nótt grunaðir um alvarlega líkamsárás samkvæmt dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að málið sé í rannsókn og að margir hafi orðið vitni að árásinni.

Herða eftir­lit og banna síma vegna gegndar­lausra skemmdar­verka

Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu.

Flytja Fri­day's innan Smára­lindar og fjölga stöðunum

Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s.

Veikur maður fluttur með þyrlu á Nes­kaup­stað

Karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Neskaupstað í nótt með verk fyrir brjósti. Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gær vegna mannsins sem treysti sér ekki til að ganga lengr. Hann var staddur í Sandvík.

Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu

Um 40 kíló af kókaíni fundust í bananasendingum til franskrar verslunarkeðju í vikunni. Efnin fundust í þremur ólíkum verslunum. Lögreglan rannsakar nú hver viðtakandinn var.

Um 400 fyrir­tæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu

Hundruð fyrirtækja hafa síðustu mánuði hætt að nota greiðslumiðlun Rapyd vegna þrýstings frá Sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu. Þá hefur innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael minnkað verulega á milli ára. Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri í dag. Gangan er farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu.

Segir það al­rangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar.

Raf­magns­laust í Laugar­dal í nótt

Rafmagnslaust var í Laugardal og nágrenni í nótt á milli klukkan 02:41 og 04:59 vegna bilunar. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að rafmagnsleysið hafi haft áhrif á póstnúmer 104, 105 og 108.

Gul við­vörun á Suður- og Suð­austur­landi til há­degis

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi til hádegis í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að hvasst verði fram yfir hádegi og rigning í flestum landshlutum en þurrt að kalla vestan- og norðvestantil. Seinnipart á að draga úr vindi og stytta upp. Hitastig verður líklega á bilinu fjögur til 12 stig og þá verður hlýjast á Suðausturlandi.

Sjá meira