Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Ís­landi

Rétt rúmt ár er nú þar til almyrkvi frá sólu mun sjást á íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Almyrkvinn verður 12. ágúst og hafa nú verið birt kort af Íslandi sem sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi og hvar gott verður að vera til að sjá hann. Kortin eru gerð af Sævari Helga Bragasyni og Andreas Dill.

Eld­gos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu

Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. 

Von­brigði að að­eins tvær konur komi fram á Kótelettunni

Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri. 

„Ég fæ alltaf gæsa­húð af góðum texta“

Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. 

Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu í hádeginu, klukkan 12:42. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftar af svipaðri stærð séu nokkuð algengir á svæðinu.

Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensín­stöð í Róm

Tugir eru slasaðir í kjölfar þess að sprenging varð á bensínstöð í Róm í morgun. Slökkviliðs- og lögreglumenn eru meðal slasaðra. Sprengingin átti sér stað í suðausturhluta borgarinnar samkvæmt ítölskum miðlum. Sprengingin varð rétt eftir klukkan átta í morgun að staðartíma.

Sorg­legt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hvera­gerði

Dóróthea Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, segir afar sorglegt að mögulega þurfi hún að loka versluninni eftir 38 ára sögu hennar. Sjálf keypti hún reksturinn 2007 og hefur rekið verslunina síðan. Eigandi húsnæðis verslunarinnar, Kjörís, sagði upp leigusamningi við hana í vikunni.

Minni­hluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd

„Minnihluti þingsins verður að sætta sig við það að vera í minnihluta. Meirihlutinn auðvitað getur komið þeim málum í gegn sem hann kýs, og þetta er bara lýðræðið. Þetta er bara skipulagið, alveg sama hvaða vitleysu þeir eru að samþykkja,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.

Sjá meira