Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Að­stoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“

Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir neyðarsöfnun samtakanna fyrir Gasa fara vel af stað. Það sé risa verkefni framundan við að koma hjálpargögnum og vinnuvélum inn á Gasa og hefja uppbyggingu innviða á ný. Alþjóðaráð Rauða krossins tók í gær á móti Ísraelum og Palestínumönnum sem voru í haldi Ísraela og Hamas og vinnur nú að því að koma mannúðaraðstoð inn á svæðið. 

Eldur í ný­byggingu í Gufu­nesi

Eldur kviknaði í bílakjallara í nýbyggingu í Gufunesi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Ólafssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, komu iðnaðarmenn á svæðið í morgun og urðu varir við eld. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Vindur fyrir norðan og rigning og þoku­súld vestan­lands

Í dag gengur í suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu um norðanvert landið en vindur verður mun hægari sunnan heiða samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Það má samkvæmt hugleiðingum búast við þokusúld eða rigningu, einkum vestanlands, en það verður þurrt og bjart austantil á landinu. Hiti verður líklega á bilinu átta til 16 stig, hlýjast eystra.

Vilja nýja leið fyrir strætó í Foss­vogi í gegnum tvo botn­langa

Strætó hefur óskað eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar. Í minnisblaði sem var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni kemur fram að samhliða breytingunum þurfi að setja upp hlið til að stöðva aðra umferð og tvær nýjar stoppistöðvar, við Víkina og Fossvogsbrún.

Enn vesen í Vesturbæjarlaug

Reykjavíkurborg hefur, í samráði við starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins, tekið ákvörðun um að loka laugarkari Vesturbæjarlaugar tímabundið á meðan unnið er að lausn á flögnun á málningu. Fólk getur því ekki synt en þó notað heitu pottana, þann kalda og gufuböð.

Al­gengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf

Niðurstöður samevrópskrar rannsóknar sýna að um 40 prósent Íslendinga hafa fengið lánað eða lánað lyfsseðilsskyld lyf síðasta árið. Algengast var að fólk fengi lánuð eða lánaði verkjalyf eða róandi lyf. Sextán prósent þeirra sem höfðu lánað eða fengið lánað sögðu það hafa verið gert í neyð.

Sam­fylkingin með mesta fylgi allra flokka

Samfylkingin mælist með mesta fylgi allra flokka á landsvísu samkvæmt nýrri könnun Prósents. Rúm 30 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna yrði kosið til Alþingis í dag. Samkvæmt könnun er fylgið marktækt meira hjá konum og hjá þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 54 prósent fylgi. 

Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl

Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. 

Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael

Lögmenn Frelsisflotans hittu í gær 100 af 145 aðgerðasinnum sem Ísraelsher handtók í gær á leið sinn til Gasa með hjálpargögn. Þeir lýsa meiðandi og niðurlægjandi framkomu í sinni garð af hálfu Ísraelshers á meðan stöðvun skipanna stóð og eftir handtöku. Ræðismaður Finnlands í Ísrael mun í dag hitta Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, og aðra norræna aðgerðasinna sem voru um borð í skipinu Conscience. 

Sjá meira