Vísbendingar um að fólk hafi verið að gleyma sér Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni. 1.1.2021 19:30
Koma þarf bóluefni til landsins með öllum tiltækum ráðum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að koma þurfi bóluefni gegn kórónuveirunni hingað til lans með öllum tiltækum ráðum. Þetta sagði hann í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar. 1.1.2021 13:40
Möguleg lausn að banna stórar skotkökur Mikil svifryksmengun myndaðist á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna flugelda sem skotið var upp. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir slíka megun skaðlega heilsu fólks og að hugsanlega væri hægt að setja kvóta á hversu mikið magn megi flytja inn af flugeldum og banna ákveðnar tegundir flugelda. 1.1.2021 12:55
Tveggja ára barn á meðal þeirra sem slösuðu sig á flugeldum Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára. 1.1.2021 10:17
Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31.12.2020 17:00
„Þetta ár má eiga sig“ Flugeldasala hefur verið með besta móti í ár en í dag er stærsti dagur ársins á sölustöðum björgunarsveitanna. 31.12.2020 12:15
Flokkur fólksins næði ekki manni á þing samkvæmt nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú eða 22,5 prósent. Fylgi flokksins er þó nokkuð minna en í síðustu kosningum. Þá mælist Samfylkingin með næst mest fylgi eða 17,2 prósent. 31.12.2020 12:01
Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer. 30.12.2020 14:30
Jólaáhyggjurnar ekki að raungerast Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem áhyggjur sem hann hafði af kórónuveirusmitum um og eftir jólin séu ekki að raungerast. Það sé ekki að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar. 30.12.2020 13:10
Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18.12.2020 15:56