Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Vésteinn Örn Pétursson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 20:09 Magnús er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. Í dag var 431 starfsmaður í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar fjarverandi vegna sóttkvíar eða einangrunar en þetta er 7,3 prósent starfsfólksins. Þá er viðbúið að mörg börn verði fjarverandi þegar kennsla hefst á morgun. 1.657 börn eru nú með veiruna og liggja tvö börn inni á barnadeild Landspítalans. Þá greindust 795 með veiruna innanlands í dag en rúmur helmingur var utan sóttkvíar og því ljóst að veiran er víða í samfélaginu. Magnús Þór Jónsson, verðandi formaður Kennarasambands Íslands og núverandi formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir ljóst að ástandið komi með mjög mismunandi hætti við mismunandi skóla. „Af því sem ég sá, alveg frá núll prósentum upp í 40 prósent hjá ákveðnum skólum. Það er auðvitað eitthvað sem við þurfum að horfa til,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ljóst væri að útfærsla skólahalds í skólum þar sem lítill sem engra áhrifa gætir á starfsliðið verði frábrugðin þeirri þar sem áhrifin eru meiri. Hann segir skóla þá mislangt á veg komna hvað varðar undirbúning á fjarkennslu og öðrum úrræðum sem grípa gæti þurft til ef mönnun leyfir ekki fullt skólahald. „Bara út frá tækjabúnaði og öðrum aðstæðum. Í dag var verið að undirbúa og þar hefur undirbúningurinn náttúrulega tekið mið af því hverjir voru í húsinu. Þar sem vantar marga kennara þá hefur kannski verið erfitt að undirbúa, því auðvitað eru kennarar líka lasnir af Covid og í einangrun,“ segir Magnús. „Þannig að þetta er mjög ólíkt, og ég held að það séu bara skilaboðin inn í samfélagið. Að þetta verður ólíkt og við verðum bara öll að anda ofan í maga og horfa til þess hvað hver skóli ræður við að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. 3. janúar 2022 13:36 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Í dag var 431 starfsmaður í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar fjarverandi vegna sóttkvíar eða einangrunar en þetta er 7,3 prósent starfsfólksins. Þá er viðbúið að mörg börn verði fjarverandi þegar kennsla hefst á morgun. 1.657 börn eru nú með veiruna og liggja tvö börn inni á barnadeild Landspítalans. Þá greindust 795 með veiruna innanlands í dag en rúmur helmingur var utan sóttkvíar og því ljóst að veiran er víða í samfélaginu. Magnús Þór Jónsson, verðandi formaður Kennarasambands Íslands og núverandi formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir ljóst að ástandið komi með mjög mismunandi hætti við mismunandi skóla. „Af því sem ég sá, alveg frá núll prósentum upp í 40 prósent hjá ákveðnum skólum. Það er auðvitað eitthvað sem við þurfum að horfa til,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ljóst væri að útfærsla skólahalds í skólum þar sem lítill sem engra áhrifa gætir á starfsliðið verði frábrugðin þeirri þar sem áhrifin eru meiri. Hann segir skóla þá mislangt á veg komna hvað varðar undirbúning á fjarkennslu og öðrum úrræðum sem grípa gæti þurft til ef mönnun leyfir ekki fullt skólahald. „Bara út frá tækjabúnaði og öðrum aðstæðum. Í dag var verið að undirbúa og þar hefur undirbúningurinn náttúrulega tekið mið af því hverjir voru í húsinu. Þar sem vantar marga kennara þá hefur kannski verið erfitt að undirbúa, því auðvitað eru kennarar líka lasnir af Covid og í einangrun,“ segir Magnús. „Þannig að þetta er mjög ólíkt, og ég held að það séu bara skilaboðin inn í samfélagið. Að þetta verður ólíkt og við verðum bara öll að anda ofan í maga og horfa til þess hvað hver skóli ræður við að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. 3. janúar 2022 13:36 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. 3. janúar 2022 13:36