Nýjar hæðir í sýnatökum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2022 11:54 Von er á miklum fjölda barna í sýnatökur á morgun. vísir/vilhelm Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna Covid-prófa. Í þessari viku hafa allt að sex þúsund sýni verið tekin á dag á Suðurlandsbrautinni þar sem heilsugæslan býður upp á sýnatöku. „Það er búið að vera álag alla vikuna og þá sérstaklega mikið álag hérna að taka sýnatöku hjá börnum. Búið að vera það alla vikuna og byrjaði svo sem í síðustu viku. Það er fyrirséð að það verði áfram þannig að þetta eru alveg nýjar hæðir sem við erum að fara í í sýnatökum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hvað mest hefur verið að gera hafa eitt þúsund börn mætt í sýnatöku. „Þessar tölur sem ég er að tala um, þegar ég er að tala um þúsund börn, það eru átta ára og yngir þannig að þau eru álíka mörg sem eru átta ára og eldri. Átta til átján þannig að þetta eru ansi mörg börn.“ Yfir níu hundruð börn mæta á morgun Ragnheiður segir það taka fimm sinumm lengri tíma að taka sýni hjá barni en fullorðnum sem geri allt miklu erfiðara. Þá er búist við miklu álagi á morgun þegar fjöldi barna mætir í sýnatöku enn eina ferðina. „Bara 900 börn eru að losna úr sóttkví á morgun en það eru þau sem voru útsett á mánudaginn.“ Börn sem mæta í covid-próf fara nú í sér röð en Ragnheiður segir það fyrirkomulag hafa reynst vel. „Við teljum að það sé betra því þarna erum við okkar færasta fólk til þess að taka þessi sýni og fólkið sem er með bestu reynsluna og mestu reynsluna og flest fagfólk þar líka. Þannig það er ástæðan fyrir því að við reynum að taka þau þarna öðru megin.“ Ragnheiður segir stöðuna erfiða og álagið á allt starfsfólk mjög mikið. „Við erum náttúrulega komin yfir þolmörkin myndi ég segja þannig við erum bara einhvern veginn að reyna hvern dag að bregðast við hvað við getum.“ Hún telur þó ekki þurfa að koma til þess að fólki verði vísað frá. „Ég hugsa að við myndum nú seint vísa fólki frá en við munum bara reyna að bregast við á hverjum degi hvað við getum og þá hvort við opnum annars staðar eða á fleiri stöðvar eða köllum til fleira fagfólk eins og við höfum verið að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51 1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32 Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Mikið álag hefur verið á starfsfólki Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna Covid-prófa. Í þessari viku hafa allt að sex þúsund sýni verið tekin á dag á Suðurlandsbrautinni þar sem heilsugæslan býður upp á sýnatöku. „Það er búið að vera álag alla vikuna og þá sérstaklega mikið álag hérna að taka sýnatöku hjá börnum. Búið að vera það alla vikuna og byrjaði svo sem í síðustu viku. Það er fyrirséð að það verði áfram þannig að þetta eru alveg nýjar hæðir sem við erum að fara í í sýnatökum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hvað mest hefur verið að gera hafa eitt þúsund börn mætt í sýnatöku. „Þessar tölur sem ég er að tala um, þegar ég er að tala um þúsund börn, það eru átta ára og yngir þannig að þau eru álíka mörg sem eru átta ára og eldri. Átta til átján þannig að þetta eru ansi mörg börn.“ Yfir níu hundruð börn mæta á morgun Ragnheiður segir það taka fimm sinumm lengri tíma að taka sýni hjá barni en fullorðnum sem geri allt miklu erfiðara. Þá er búist við miklu álagi á morgun þegar fjöldi barna mætir í sýnatöku enn eina ferðina. „Bara 900 börn eru að losna úr sóttkví á morgun en það eru þau sem voru útsett á mánudaginn.“ Börn sem mæta í covid-próf fara nú í sér röð en Ragnheiður segir það fyrirkomulag hafa reynst vel. „Við teljum að það sé betra því þarna erum við okkar færasta fólk til þess að taka þessi sýni og fólkið sem er með bestu reynsluna og mestu reynsluna og flest fagfólk þar líka. Þannig það er ástæðan fyrir því að við reynum að taka þau þarna öðru megin.“ Ragnheiður segir stöðuna erfiða og álagið á allt starfsfólk mjög mikið. „Við erum náttúrulega komin yfir þolmörkin myndi ég segja þannig við erum bara einhvern veginn að reyna hvern dag að bregðast við hvað við getum.“ Hún telur þó ekki þurfa að koma til þess að fólki verði vísað frá. „Ég hugsa að við myndum nú seint vísa fólki frá en við munum bara reyna að bregast við á hverjum degi hvað við getum og þá hvort við opnum annars staðar eða á fleiri stöðvar eða köllum til fleira fagfólk eins og við höfum verið að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51 1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32 Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Umboðsmaður barna beinir því til HSS að gera úrbætur á sýnatöku barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent forstjóra Heilbrigðisstofnun Suðurnesja erindi þar sem því er beint til stofnunarinnar að gera úrbætur á framkvæmd sýnatöku barna vegna Covid-19. 13. janúar 2022 09:51
1.133 greindust innanlands 1.133 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum. 14. janúar 2022 10:32
Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. 13. janúar 2022 16:44
Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05