Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13.2.2020 21:15
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12.2.2020 22:00
Brotlending þotu Icelandair núna skilgreind sem flugslys Mildi þykir að flugmönnunum skyldi takast að halda flugvélinni á brautinni. Rannsóknin beinist að því hvernig staðið var að endurnýjun lendingarbúnaðar, sem skipt var um aðeins einum mánuði áður. 12.2.2020 20:00
Vegir á Vestfjörðum þoldu ekki þíðuna í síðustu viku Slitlagið á þjóðvegum á Vestfjörðum er víða mikið skemmt eftir þíðuna í síðustu viku og á verstu köflunum milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar hefur Vegagerðina neyðst til að lækka hámarkshraða. 11.2.2020 09:15
Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10.2.2020 22:15
Ný mæling sýnir 200 þúsund tonna loðnustofn og ákveðið að leita betur Nýjar loðnutorfur sem fundist hafa undan Norðurlandi gefa vonarglætu um að ekki sé öll nótt úti enn um loðnuvertíð og hefur verið ákveðið að halda loðnuleitinni áfram. 10.2.2020 20:15
Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9.2.2020 09:45
Svona segjast Hafnfirðingar ætla að gera höfnina sína skemmtilega Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt, 8.2.2020 20:45
Ætla á Borgarfjörð eystri en aka svo í Borgarnes vestra Dæmi eru um að fólk sem ætlar á tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði leiti hennar í Borgarnesi. Það virðist ekki hafa áttað sig á því að til eru fleiri Borgarfirðir á landinu. 8.2.2020 07:32
Dularfulla húsið við höfnina sagt vera draumahöll sveitarstjórans Þriggja hæða hús sem rís við smábátahöfnina á Borgarfirði eystri þykir nýstárlegt í laginu miðað við hefðbundin hafnarmannvirki og vekur forvitni aðkomufólks. 6.2.2020 18:11