Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 12:31 Hvalurinn í Kollavíkurvatni skammt undan bænum Borgum. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira