Handtóku tvo unga menn eftir að upptökur voru skoðaðar Tveir hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðist á ungan mann í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Árásin náðist á upptöku öryggismyndavélar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 31.8.2024 11:04
Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Neytendur eru sífellt meðvitaðri um svokallaða shrinkflation, magnskerðingu, sem matvælaframleiðendur hafa gripið til svo hægt sé að forðast beinar verðhækkanir. Framkvæmdastjóri Bónuss segir erfitt að bregðast við magnskerðingu; helsta vopnið sé að halda vöruúrvali fjölbreyttu. 31.8.2024 11:02
Kvíðir vetrinum vegna alvarlegs lyfjaskorts Læknir hefur þungar áhyggjur af skorti á astmalyfjum fyrir ung börn, sem reiknað er með að verði viðvarandi næstu átta mánuði hið minnsta. Skorturinn gæti haft alvarlegar afleiðingar í vetur. 30.8.2024 20:02
Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. 22.8.2024 23:50
Óvenjuleg björgunaraðgerð um borð í Herjólfi Líf og fjör var um borð í Herjólfi í fyrradag, þegar fjölskyldur úr Vestmannaeyjum drógu lundapysjur upp úr kössum og slepptu þeim á haf út. 21.8.2024 19:47
Sköpunarverk föður hans lifnar við í Vesturbænum Nýr hornsteinn var lagður að hinni fornfrægu Sögu við Hagatorg í dag. Arkitekt, sem kom að teikningu hússins ásamt föður sínum á sínum tíma, segir framkvæmdirnar sem nú standa yfir, og lýkur senn, lofa góðu. 21.8.2024 19:13
Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20.8.2024 17:58
Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20.8.2024 11:59
Sprenging í bílastæðagjöldum og hitað upp fyrir heitavatnsleysið Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir villta vestrið ríkja í málaflokknum og að gjöldin fari misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 19.8.2024 18:00
Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19.8.2024 11:29