Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. nóvember 2024 20:15 Fjölda fólks er enn saknað vegna flóðanna og búist er við að tala látinna hækki enn fremur. EPA Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensíahéraði á Spáni til aðstoðar vegna hamfaraflóða sem gengu þar yfir í byrjun vikunnar. Þó að sjálfboðaliðum sé gott eitt í huga hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til almennra borgara að halda sig frá flóðasvæðum, þar sem mannfjöldinn hafi reynst viðbragðsaðilum til trafala. Stjórnvöld hafa þótt svifasein í viðbrögðum sínum og sætt gagnrýni fyrir. Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar fyrirskipaði loks stóraukið viðbragð í dag. Tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Aldrei hafa fleiri spænskir hermenn verið kvaddir til á friðartímum. Í aðgerðinni felst meðal annars að dæla vatni úr neðanjarðargöngum og bílakjöllurum, þar sem talið er að fólk hafi orðið innlyksa þegar flóðin skullu á. Sánchez sagði viðbragðið þó ekki nægilega mikið og benti á að enn séu mörg heimili eyðilögð og margir í neyð. Hann hét þrotlausri vinnu her- og lögreglumanna þar til líf allra væri komið í eðlilegt horf á ný. Að minnsta kosti 211 manns létu lífið í flóðunum og er búist við að tala látinna haldi áfram að hækka. Í flóðunum eyðilögðust brýr og heilu bæjarfélögin voru án matar og rafmagns vegna þeirra. Veðurviðvaranir eru enn í gildi í norðaustur- og suðurhluta Spánar og verða út morgundaginn hið minnsta. Þegar eru um 1700 björgunarmenn að störfum í Valensíahéraði þrátt fyrir að von um að fleiri finnist á lífi fari dvínandi. Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira
Þó að sjálfboðaliðum sé gott eitt í huga hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til almennra borgara að halda sig frá flóðasvæðum, þar sem mannfjöldinn hafi reynst viðbragðsaðilum til trafala. Stjórnvöld hafa þótt svifasein í viðbrögðum sínum og sætt gagnrýni fyrir. Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar fyrirskipaði loks stóraukið viðbragð í dag. Tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Aldrei hafa fleiri spænskir hermenn verið kvaddir til á friðartímum. Í aðgerðinni felst meðal annars að dæla vatni úr neðanjarðargöngum og bílakjöllurum, þar sem talið er að fólk hafi orðið innlyksa þegar flóðin skullu á. Sánchez sagði viðbragðið þó ekki nægilega mikið og benti á að enn séu mörg heimili eyðilögð og margir í neyð. Hann hét þrotlausri vinnu her- og lögreglumanna þar til líf allra væri komið í eðlilegt horf á ný. Að minnsta kosti 211 manns létu lífið í flóðunum og er búist við að tala látinna haldi áfram að hækka. Í flóðunum eyðilögðust brýr og heilu bæjarfélögin voru án matar og rafmagns vegna þeirra. Veðurviðvaranir eru enn í gildi í norðaustur- og suðurhluta Spánar og verða út morgundaginn hið minnsta. Þegar eru um 1700 björgunarmenn að störfum í Valensíahéraði þrátt fyrir að von um að fleiri finnist á lífi fari dvínandi.
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira