Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í Hodeidah Uppreisnarmenn Húta í Jemen heita því að halda áfram umfangsmiklum árásum á Ísrael, eftir mannskæða árás Ísraelsmanna á mikilvæga, jemenska hafnarborg. Sameinuðu þjóðirnar hafa þungar áhyggjur af stigmögnum átaka á svæðinu. 21.7.2024 23:44
Vísbendingar um „þokkalegt“ veður næstu helgi Vætusamt verður um mestallt landið næstu daga og ljóst að sólin sem lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni sé ekki komin til að vera. Þó eru vísbendingar um að næstu helgi láti blíðan á sér kræla á nýjan leik. Þetta segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. 21.7.2024 16:45
Gríðarleg sprunga í Hagafelli vekur athygli Náttúruvársérfræðingur segir ekkert styðja kenningu eldfjallafræðings um goslok við Sundhnúka. Landris og aukin skjálfavirkni mælast áfram og líkur eru á eldgosi á næstu vikum. Veðurstofan er meðvituð um gríðarstóra sprungu í Hagafelli, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum. Sprungan er gömul en stækkaði umtalsvert í síðasta gosi. 21.7.2024 12:31
Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar. 21.7.2024 09:29
Barni bjargað úr kviði látinnar móður Það er snörum handtökum lækna að þakka að barni var bjargað úr kviði látinnar móður á Gasa í gær. Móðirin var drepin í loftárás Ísraelsmanna en hafði komist lífs af úr annarri loftárás í vor, þar sem foreldrar hennar og systkini létust. Vopnahlé á Gasa gæti verið í augsýn. 20.7.2024 21:30
Skipbrot í skólakerfinu og afhjúpun í Hafnarfirði Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Við fjöllum um skólamálin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 20.7.2024 18:01
Ljóst að annað áfall mun dynja yfir í framtíðinni Umfangsmikil kerfisbilun, sem sérfræðingar hafa lýst sem mesta tækniáfalli fyrr og síðar, heldur áfram að valda miklum usla, rúmum sólarhring eftir að hennar varð fyrst vart. Hakkarar eru byrjaðir að herja á þá sem urðu fyrir truflunum. Netöryggissérfræðingur telur að frekari, sambærileg tækniáföll séu óumflýjanleg. 20.7.2024 13:33
„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19.7.2024 19:01
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19.7.2024 11:56
Alvarleg staða uppi í kattaheimum Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. 18.7.2024 22:08