Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16.4.2024 12:03
Bein útsending: Sigurður Ingi kynnir fjármálaáætlun 2025-2029 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna fjármálaáætlun fyrir 2025 til 2029 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:00. 16.4.2024 08:11
Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. 16.4.2024 07:01
Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15.4.2024 13:00
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15.4.2024 12:40
Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12.4.2024 23:54
Ók stórum flutningabíl viljandi á opinbera byggingu Einn er látinn og þrettán slasaðir eftir að ökumaður stórs flutningabíls ók honum viljandi inn í opinbera byggingu í Texas í Bandaríkjunum í dag. Manninum hafði verið synjað um endurnýjun á ökuréttindum. 12.4.2024 23:14
Horfa til þess að leigja húsin sem þau selja í Grindavík Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist vita til þess að íbúar bæjarins horfi til þess að geta jafnvel leigt húsin sín aftur þrátt fyrir að þeir selji þau ríkinu. Gengið var frá fyrstu kaupsamningunum um íbúðarhúsnæði í Grindavík í dag. 12.4.2024 22:29
Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12.4.2024 21:52
Kviknaði í rafhlaupahjóli í Breiðholti Eldur kviknaði í rafhlaupahjóli í sameign í blokk í Bakkahverfi í Breiðholti nú í kvöld. Mikill reykur hlaust af brunanum og þurftu slökkviliðsmenn að reykræsta sameignina. 12.4.2024 19:41