Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12.4.2024 19:01
Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir við tilboð í TM Bankaráð Landsbankans segir að Bankasýslan hafi verið upplýst um áhuga bankans á að kaupa tryggingafélagið TM í desember og ekki gert neinar athugasemdir fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Bankasýslan ætlar að skipta út fimm bankaráðsmönnum á næstu dögum. 12.4.2024 17:55
Rowling enn bitur út í Harry Potter-stjörnurnar Joanne Rowling, höfundur bókanna um galdradrenginn Harry Potter, er fjarri því búin að fyrirgefa aðalleikurunum úr kvikmyndunum um Potter fyrir að vera ósammála henni um trans fólk. Hún heldur áfram að lýsa trans fólki sem hættulegu konum. 11.4.2024 23:13
Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11.4.2024 22:21
Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11.4.2024 21:45
Hjól rúllaði undan strætó í Hlíðunum Engan sakaði þegar hjól rúllaði undan strætisvagni á ferð í Hamrahlíð í Reykjavík í kvöld. Hjólið rúllaði niður götuna og staðnæmdist á hringtorgi í Lönguhlíð. Farþegi segir bílstjóra, farþegum og öðrum vegfarendum hafa verið stefnt í hættu. 11.4.2024 20:00
Arion áminntur fyrir verklag í skoðun á mögulegum innherjasvikum Viðurlaganefnd Kauphallarinnar áminnti Arion banka opinberlega í dag fyrir að brjóta þannig gegn reglum hennar að hún gat ekki sinnt eftirliti þegar grunur um möguleg innherjasvik kom upp. Ekki var til upptaka af símtali miðlara við fjárfesti sem Kauphöllin sóttist eftir. 11.4.2024 19:13
Framboð Katrínar tekur á sig mynd Aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttir þegar hún var forsætisráðherra verður kosningastjóri forsetaframboðs hennar sem er nú byrjað að taka á sig mynd. Kosningastjóri Vinstri grænna í Reykjavík í síðustu þingkosningum verður samskiptastjóri framboðsins. 11.4.2024 17:57
Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10.4.2024 15:24
Kennari fékk piltinn til að fara úr skólastofunni eftir skotárásina Finnska lögreglan segir að kennari hafi fengið tólf ára dreng sem skaut þrjú skólasystkini sín, þar af eitt til bana, í Vantaa í síðustu viku til þess að yfirgefa skólastofuna. Pilturinn er sagður hafa notað byssu sem hann tók frá ættingja sínum í leyfisleysi. 10.4.2024 14:11