Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30.7.2024 08:00
Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29.7.2024 13:45
Engin merki um hlaupóróa lengur Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli og hafa engin merki um hlaupóróa mælst síðasta sólarhringinn. Enn er þó sögð innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum á sumrin. 29.7.2024 11:27
Kynnir breytingar á hæstarétti og friðhelgi forseta Æviskipanir hæstaréttardómara heyra sögunni til og dómarar þurfa að starfa eftir siðareglum nái tillögur Joe Biden Bandaríkjaforseta fram að ganga. Fráfarandi forsetinn vill einnig breyta stjórnarskrá til þess að bregðast við nýlegum dómi um friðhelgi forseta. 29.7.2024 10:52
Á fjórða þúsund manna glímir við mikla elda í Kaliforníu Miklir gróðureldar geisa í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum og ná þeir nú yfir tuttugu ferkílómetra svæði. Á fjórða þúsund viðbragðsaðila glímir við eldana en upptök þeirra eru rakin til brennandi bíls sem var velt út í gil í síðustu viku. 29.7.2024 08:20
Enn hætta á vatnavöxtum en dregur úr rigningunni Dregið hefur úr rigningu á sunnanverðu landinu en enn má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna hennar. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. 29.7.2024 07:30
Þriðja ungmennið handtekið vegna drápsins í Landskrónu Fimmtán ára stúlka var handtekin í tengslum við dráp á táningsstúlku í bænum Landskrónu í Svíþjóð. Hún neitar allri sök. Tvö önnur ungmenni eru grunuð um aðild að drápinu á stúlkunni. 26.7.2024 15:38
Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. 26.7.2024 14:37
Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. 26.7.2024 11:48
Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi. 26.7.2024 09:33