Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Rannsókn lögreglu á meintri stunguárás sem mun hafa átt sér stað í miðborginni síðdegis á laugardag hefur lítinn árangur borið. Maður sem var stunginn í rassinn sagði þrjá menn hafa verið að verki, en ekkert hefur spurst til þeirra. 10.7.2025 17:05
Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vegna bilunar er kaldavatnslaust við Þingholtsstræti. Samkvæmt nýjustu uppfærslu á vef Veitna er búist við því að vatnið ætti að vera komið á klukkan sex í kvöld, en upphaflega var búist við því að kaldavatnslaust yrði milli hálf átta í morgun til eitt í dag. 10.7.2025 16:11
Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Þær nefndu ekki 71. greinina. En mér sýndist algjörlega augljóst að það sé í rauninni það sem þær eru að tala um,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, um ávarp Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og málflutning ráðherranna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland á Alþingi í morgun. 10.7.2025 14:45
Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana. 10.7.2025 09:01
Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg. 8.7.2025 16:48
Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. 8.7.2025 16:15
Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. 8.7.2025 13:41
Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi sem eru sögð hafa beinst að fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnungum syni þeirra. 8.7.2025 11:03
Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Fimm einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem á að hafa átt sér stað um nótt í mars árið 2022 á bílastæði við verslun Hagkaupa í Garðabæ. 7.7.2025 16:24
Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Dimitar Atanasov Koychev, karlmaður á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að stinga tvo menn síðastliðna nýársnótt. 7.7.2025 14:36