Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák. 27.8.2025 14:22
Stefna á gervigreindarver við Húsavík Norðurþing hefur undirritað viljayfirlýsingu við breskt-norskt félag um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. 27.8.2025 10:48
Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. 26.8.2025 21:03
Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða er meðal þeirra sem áætlað er að gefi skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands á næstu dögum. 26.8.2025 19:08
Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26.8.2025 15:00
Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Tvö vitni í Gufunesmálinu svokallaða lýstu því fyrir dómi í dag að Matthías Björn Erlingsson, einn sakborninga í málinu, hafi verið virkur þátttakandi í svokölluðum „tálbeituhópi“. Annað vitnanna sagði Lúkas Geir Ingvarsson, annan sakborning, tilheyra sama hópi og að myndbönd væru til af Matthíasi þar sem hann beitti meinta barnaníðinga ofbeldi. 26.8.2025 13:26
Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. 26.8.2025 11:36
Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, mannsins sem lést í Gufunesmálinu svokallaða, gaf skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún hafnar ásökunum sakborninga málsins alfarið um að hann hafi verið barnaperri. 26.8.2025 10:10
„Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 25.8.2025 20:37
„Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur. 25.8.2025 16:01