Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um­ræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum

Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi.

Fresta leit að Sig­ríði

Björgunarsveitið hafa frestað leit að Sigríði Jóhannsdóttur í bili. Leit var fram haldið síðdegis í dag en bar engan árangur.

Slökktu gróður­elda á Ströndum með að­stoð þyrlu

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna gróðurelda í Þjóðbrókargili í Selárdal á Ströndum. Slökkvistörf gengu vel og búið var að slökkva eldinn á áttunda tímanum.

Minnst þrír latnir í Ís­rael og Teheran í ljósum logum

Minnst þrír eru látnir eftir eldflaugaárásir Írans á norðurhluta Ísraels. Ísraelsk yfirvöld segja að flaugar hafi hæft skotmörk í borginni Tamra, og minnst fjórtán hafi slasast. Ísraelar hafa gert árásir í Teheran þar sem fregnir berast af eldsvoða og sprengingum hjá olíubirgðarstöðvum.

Rukkuð um hundrað þúsund fyrir stutta ferð frá flug­vellinum

Óprúttinn leigubílstjóri vildi rukka Sögu Ýrr Jónsdóttur um 750 dollara fyrir stutta ferð frá JFK flugvellinum í New York upp á hótel í borginni. Sögu tókst að hringja á lögregluna en ekki áður en hún þurfti að afhenda manninum 600 dollara í reiðufé. Hún segir málið ágæta áminningu um að athuga alltaf á ferðalögum erlendis hvort um skráðan leigubíl sé að ræða.

Fékk hláturs­kast í ræðu­stól

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins sprakk úr hlátri í ræðupúlti Alþingis á tíunda tímanum í kvöld og í kjölfarið brutust hlátrasköll út í þingsal. Umræður standa yfir um bókun 35.

Braut­skráði soninn á síðustu út­skriftinni

Hátt í tvö þúsund og átta hundruð kandídatar brautskráðust úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag. Þetta voru síðustu brautskráningathafnir Jóns Atla Benediktssonar í embætti rektors skólans. Frá því hann tók við fyrir tíu árum hafa hátt í þrjátíu og tvö þúsund nemendur hlotið prófgráðu frá Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir tekur við rektorsembættinu af Jóni Atla þann fyrsta júlí næstkomandi.

Kvik­myndin O í for­vali til Óskars­verð­launa

Íslensk-sænska kvikmyndin O(Hringur) hlaut um helgina Danzante verðlaunin, sem eru aðalverðlaun 53. alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Huesca á Spáni. Myndin er þannig komin í forval til Óskarsverðlauna næsta árs. Myndin er stuttmynd, aðeins tuttugu mínútur að lengd. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk myndarinnar, Rúnar Rúnarsson er leikstjóri og framleiðandi er Heather Millard.

Sjá meira