Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun en þar eru samankomnir stjórnmálaleiðtogar bandalagsríkja að ræða stöðuna í heimsmálum með tilliti til hernaðar- og varnarmála. Áfram geisar stríð í Úkraínu og mikið hefur verið um að vera 24.6.2025 22:37
Margir í vandræðum vegna of skyggðra rúðna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. Einn hafði áður ekki sinnt því að fara í skoðun vegna sama atriðis og voru því skráningarmerki bílsins fjarlægð. 24.6.2025 20:16
Segja manninn hafa glímt við alvarleg veikindi Maðurinn sem fannst látinn ásamt dóttur sinni á hótelherbergi á Edition hótelinu í Reykjavík var illa á sig kominn vegna alvarlegrar nýrnabilunar og hefði átt að vera reglulega í skilunarvél. 24.6.2025 18:57
Efla samstarf Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining hafa undirritað fimm ára samstarfssamning sem miðar að því að styrkja enn frekar tengsl og samstarf á sviði erfðafræðirannsókna og þjálfun ungs vísindafólks. 24.6.2025 18:22
Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24.6.2025 00:29
Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23.6.2025 22:33
Ísland muni ekki verja fimm prósentum til varnarmála Utanríkisráðherra segir fullan skilning á því innan Atlantshafsbandalagsins að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem okkur er gert að fjárfesta í. 23.6.2025 22:02
Rýma sextán þorp vegna gróðurelda í Grikklandi Umfangsmiklir gróðureldar hafa logað í dag á vinsælu grísku ferðamannaeyjunni Chios, þar sem yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi og íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rýma hefur þurft sextán þorp og úthverfi í aðalbænum Chios town. 23.6.2025 20:34
Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Farið er að síga á seinnihluta júnímánaðar og fer nú hver að verða síðastur hér á landi að fara í langþráð sumarfrí. Í hönd fara gönguferðir, útilegur, ættarmót og tjaldferðalög þar sem vinsælt er að hafa harðfiskbita um hönd. Harðfiskur fæst af ýmsum stærðum og gerðum, og hver hefur sína skoðun á því hvernig best er að neyta hans. 22.6.2025 14:52
Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson trúlofuðu sig á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Í sumar halda þau í tónleikaferðalag um allt land vopnuð aðeins tveimur gíturum. 22.6.2025 10:02