Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur skrifað undir lög sem gera tveggja barna foreldra undir ákveðnu frítekjumarki undanþegna tekjuskatti. Markmiðið er að stemma stigu við sögulegri lægð í fæðingartíðni og örva pólska hagkerfið. 19.10.2025 11:08
Kólnar í veðri næstu daga Búast má við kólnandi veðri næstu daga en í dag verður skýjað og lítilsháttar skúrir eða él. Hiti 1 til 7 stig. 19.10.2025 09:39
Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa boðið frið í skiptum fyrir fulla stjórn yfir Donetsk héraði í austanverðri Úkraínu. Önnur hernumin svæði eins og Luhansk, væri hann tilbúinn að gefa eftir. 19.10.2025 09:00
Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Sam Rivers, bassaleikari og stofnandi bandarísku hljómsveitarinnar Limp Bizkit, er látinn 48 ára að aldri. 19.10.2025 08:01
Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18.10.2025 13:19
Julian Assange í heimsókn á Íslandi Julian Assange, blaðamaður og stofnandi Wikileaks, er staddur á Íslandi í stuttri heimsókn. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir að Assange hafi komið hingað í frí en auðvitað komi vinnan eitthvað til tals. 18.10.2025 12:25
Varað við hálku á Hellisheiði Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi. 18.10.2025 12:14
Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en við ræðum við formann Félags flugumferðarstjóra í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni. 18.10.2025 11:55
Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18.10.2025 10:30
Framsóknarmenn velja sér ritara Framsóknarmenn kjósa sér nýjan ritara á fundi miðstjórnar flokksins í dag. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír eru í framboði til ritara en það eru þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. 18.10.2025 09:55