Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson trúlofuðu sig á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Í sumar halda þau í tónleikaferðalag um allt land vopnuð aðeins tveimur gíturum. 22.6.2025 10:02
Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Íslendingar fögnuðu þjóðhátíðardeginum þriðjudaginn síðastliðinn, og venju samkvæmt var gjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. Hefð er fyrir því að fjallkona flytji ljóð eða annað erindi á hátíðardagskrá þjóðhátíðardagsins. 21.6.2025 07:00
Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Matreiðslubókin Veislumatur landnámsaldar vann til fyrstu verðlauna í flokki Norrænnar matargerðar á Gourmand verðlaunahátíðinni í Estoril í Portúgal. Gourmand verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka. 20.6.2025 13:33
Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út lagið LYFTESSU í dag í samstarfi við rapparann Saint Pete. Ágúst Karel og Jóhann Ágúst eru taktsmiðirnir. 20.6.2025 13:25
Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19.6.2025 17:03
Bjarg íbúðafélag reisir þrjátíu íbúðir í Reykjanesbæ Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að nýju verkefni Bjargs íbúðafélags sem hyggst reisa 30 íbúðir við Trölladal 1-11 í Reykjanesbæ. Verkefnið nýtur stuðnings í formi stofnframlaga frá ríki og sveitarfélagi sem samþykkt var í annarri úthlutun ársins 2023. 19.6.2025 16:21
Hólavallagarður friðlýstur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, staðfesti í dag friðlýsingu vegna Hólavallagarðs við Suðurgötu. Friðlýsingin tekur til Hólavallagarðs í heild; veggjar umhverfis garðinn, heildarskipulags hans, klukknaports, minningarmarka og ásýndar garðsins. 19.6.2025 13:13
Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19.6.2025 12:13
Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Bræðurnir í hljómsveitinni Væb hafa tilkynnt um tónleikaferðalag um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Tónleikaferðin hefst í Þrándheimi í Noregi 20. febrúar 2026. 19.6.2025 11:43
Sigldi inn í Seyðisfjörð með hvalshræ á stefninu Stærðarinnar hvalshræ lenti á stefni Norrænu og losa þurfti hræið af skipinu við höfnina á Seyðisfirði. Hvalurinn var hífður af stefninu og er bundinn við bryggjuna. 19.6.2025 11:21