Áslaug um fartölvuna: „Það er alltaf reynt að gera stórmál úr svona hlutum“ „Það er alltaf reynt að búa til einhverjar sögur af einhverju svona sem gerist ... ég hringdi bara morguninn eftir og sótti hana, þetta var ekki meira vesen en það. Það er alltaf reynt að gera eitthvað stórmál úr svona hlutum.“ 27.10.2024 15:50
Brynjar fær þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra verður oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður verður í öðru sæti. Brynjar Níelsson vermir þriðja sætið. 27.10.2024 13:56
Jón Pétur Zimsen í þriðja sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík suður Jón Pétur Zimsen mun skipa þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er í fyrsta sæti og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður í öðru. 27.10.2024 13:48
Allt á floti á Auto í nótt Vatnsúðakerfi skemmtistaðarins Auto fór í gang í nótt og vatn flæddi um allt gólfið. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á staðinn og hreinsunarstarf tók um klukkutíma. 27.10.2024 13:29
Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir að nýjasta útspil Kristrúnar Frostadóttur veki mikla athygli, en hann segir annað hvort um úthugsaða strategíu að ræða eða alvarlegt reynsluleysi. Í gær sagði Kristrún Dag B. Eggertsson vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar, og hvatti mögulegan kjósanda sem er ósáttur við Dag að strika nafn hans út í kjörklefanum. 27.10.2024 12:27
Bjarni Jónsson til liðs við Græningja Bjarni Jónsson alþingismaður hefur gengið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu Græningja. 27.10.2024 11:58
Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli. 27.10.2024 11:07
Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykktur Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri Orkustofnunar skipar fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Í öðru sæti er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins og starfandi fjármála- og innviðaráðherra. Jóhann Friðrik Friðriksson alþingismaður er í þriðja sæti. 26.10.2024 16:00
Lilja Alfreðsdóttir og Einar Bárðarson leiða í Reykjavík suður Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi vermir annað sætið og í þriðja sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi og formaður ungs framsóknarfólks í Reykjavík. 26.10.2024 15:37
Ásmundur Einar leiðir í Reykjavík norður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Í öðru sæti er Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður og í þriðja er Brynja M Dan Gunnarsdóttir fyrirtækjaeigandi. 26.10.2024 15:25