„Þurfum að undirgangast viðurkennd lögmál hagfræðinnar,“ segir Bjarni Það er ekki hægt að flýja verðbólguna og Seðlabankinn mun ekki lækka vexti bara af því að gerð eru hróp að honum, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 10.8.2022 07:10
Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldgos, leikskólapláss í Reykjavík og spennan í samskiptum Kína og Taívan eru á meðal þess sem fjallað verður um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 9.8.2022 11:30
Átta látnir í flóðum á höfuðborgarsvæðinu í Suður-Kóreu Að minnsta kosti átta eru látnir og fjórtán slasaðir í gríðarlegum flóðum í kjölfar úrhellisrigninga í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, í gær. 9.8.2022 07:51
Tíu prósent heimila safni skuldum eða gangi á sparifé Um tíu prósent landsmanna safna skuldum eða þurfa að ganga á sparifé til að ná endum saman, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar Prósents sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. 9.8.2022 07:47
Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9.8.2022 07:16
Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8.8.2022 12:19
Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldgos, framhaldsskólar og húsnæðisverð verður meðal þess sem við fjöllum um í hádegisfréttum á Bylgjunni. 8.8.2022 11:31
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8.8.2022 07:25
Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. 8.8.2022 07:15
Kornútflutningur hefst á ný og H&M efnir til lagerhreinsunar Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg. 5.8.2022 07:42