Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eldgos, leikskólapláss í Reykjavík og spennan í samskiptum Kína og Taívan eru á meðal þess sem fjallað verður um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn

Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest.

Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eldgos, framhaldsskólar og húsnæðisverð verður meðal þess sem við fjöllum um í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika.

Kornútflutningur hefst á ný og H&M efnir til lagerhreinsunar

Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg. 

Sjá meira