Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldgosið á Reykjanesi verður í aðalhlutverki í hádegisfréttum okkar í dag. 4.8.2022 11:17
Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4.8.2022 09:33
Öldungadeildin samþykkir aðild Svía og Finna Allir þingmenn öldungadeildar bandaríska þingsins nema einn samþykktu í gær aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, sagði aðild ríkjanna myndu efla Nató og auka öryggi Bandaríkjanna. 4.8.2022 07:40
Bæjarstjóri segir ákvörðun kærunefndar ekki endanlega Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva samningagerð milli Garðabæjar og Fortis ehf um byggingu nýs leikskóla í Urriðaholti ekki endanlega. Ákvörðunin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 26. júlí síðastliðinn og málinu vísað til bæjarstjóra. 4.8.2022 07:10
Kínverjar hefja heræfingar umhverfis Taívan Ríkismiðlar í Kína hafa greint frá því að umfangsmiklar heræfingar kínverska hersins umhverfis Taívan séu hafnar. Æfingarnar eru sagðar fara fram á sex svæðum umhverfis eyjuna og hafa tilmæli verið send út um að flugvélar og skip forðist svæðin á meðan þær standa yfir. 4.8.2022 06:53
Hádegisfréttir Bylgjunnar Jarðskjálftar og mögulegt gos verða í aðalhlutverki í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 3.8.2022 11:22
Ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Taívan og skaut á forseta Kína Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hét áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Taívan í opinberri heimsókn sinni þar í gær. Pelosi fundaði meðal annars með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, sem hét því að láta ekki undan hernaðarlegum hótunum Kína. 3.8.2022 07:35
Kærunefnd stöðvar samningagerð vegna leikskóla í Urriðaholti Kærunefnd úboðsmála hefur stöðvað samningsgerð Garðabæjar við Fortis ehf. vegna bygginar leikskóla í Urriðaholti, þar sem nefndin telur verulegar líkur á því að bæjaryfirvöld hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup. 3.8.2022 06:56
Íbúar Kansas standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs Íbúar í Kansas í Bandaríkjunum höfnuðu því í atkvæðagreiðslu í gær að fjarlægja ákvæði úr stjórnarskrá ríkisins þar sem konum er tryggður rétturinn til þungunarrofs. 3.8.2022 06:41
Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2.8.2022 07:57