Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 08:18 Margir Repúblikanar horfa nú til DeSantis sem vænlegs valkostar í stað Donald Trump. Getty/Spencer Platt Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. Ríkisstjórinn Ron DeSantis, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, sagðist í gær styðja frekari takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi. Pólitískt er málið flókið þar sem 64 prósent Flórídabúa eru þeirrar skoðunar að aðgengi að þungunarrofi eigi að vera frjálst, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Meirihluti Bandaríkjamanna er sama sinnis. Eins og sakir standa er þungunarrof bannað í Flórída eftir fimmtándu viku meðgöngu, undantekningalaust. Engar undanþágur gilda um þau tilvik þar sem þungunin er til komin vegna nauðgunar eða sifjaspella. Frumvörpin sem nú liggja fyrir þinginu gera ráð fyrir að þungunarrof verði bannað eftir sjöttu viku, nema þegar um er að ræða þungun sökum nauðgunar eða sifjaspella eða hættu sem steðjar að heilsu konunnar. Í þeim tilvikum verður heimilt að framkvæmda þungunarrof fram að fimmtándu viku. Í frumvörpunum er einnig kveðið á um bann gegn uppáskrift þungunarrofslyfja eftir símaviðtal og krafa gerð um að þungunarrof sé framkvæmt af lækni. Læknar sem brjóta gegn ákvæðum frumvarpsins munu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Demókratar hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega og meðal annars vakið athygli á því að breytingarnar munu einnig hafa áhrif á konur frá Louisiana, Mississippi og Alabama, sem hafa neyðst til að sækja þungunarrofsþjónustu til Flórída. Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ríkisstjórinn Ron DeSantis, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, sagðist í gær styðja frekari takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi. Pólitískt er málið flókið þar sem 64 prósent Flórídabúa eru þeirrar skoðunar að aðgengi að þungunarrofi eigi að vera frjálst, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Meirihluti Bandaríkjamanna er sama sinnis. Eins og sakir standa er þungunarrof bannað í Flórída eftir fimmtándu viku meðgöngu, undantekningalaust. Engar undanþágur gilda um þau tilvik þar sem þungunin er til komin vegna nauðgunar eða sifjaspella. Frumvörpin sem nú liggja fyrir þinginu gera ráð fyrir að þungunarrof verði bannað eftir sjöttu viku, nema þegar um er að ræða þungun sökum nauðgunar eða sifjaspella eða hættu sem steðjar að heilsu konunnar. Í þeim tilvikum verður heimilt að framkvæmda þungunarrof fram að fimmtándu viku. Í frumvörpunum er einnig kveðið á um bann gegn uppáskrift þungunarrofslyfja eftir símaviðtal og krafa gerð um að þungunarrof sé framkvæmt af lækni. Læknar sem brjóta gegn ákvæðum frumvarpsins munu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Demókratar hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega og meðal annars vakið athygli á því að breytingarnar munu einnig hafa áhrif á konur frá Louisiana, Mississippi og Alabama, sem hafa neyðst til að sækja þungunarrofsþjónustu til Flórída.
Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira