Síðasta orrusta Wagner? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 10:29 Hart er barist um Bakhmut og sér ekki fyrir endann á átökunum. AP/Libkos Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. Þrátt fyrir að bardagarnir í Bakhmut hafi kostað báðar fylkingar miklar blóðsúthellingar virðast Úkraínumenn mögulega eygja tækifæri í því að gera út um þann liðsstyrk sem Wagner aflaði sér úr fangelsum Rússlands. New York Times hefur eftir yfirvöldum í Úkraínu að nærri 30 þúsund af 50 þúsund liðsmönnum Wagner hafi ýmist verið drepnir, særst eða hlaupist undan, margir í Bakhmut. Stjórnvöld hafa ekki gefið upp hversu margir Úkraínumenn hafa fallið en Rússar segja fjöldann í kringum 11 þúsund, bara í febrúar. Yevgeny Prigozhin, stofnandi Wagner, segir málaliðahópinn nú hafa austurhluta Bakhmut alfarið á sínu valdi, allt austan við ána Bakhmutka. Hann sagði í gær að um 12 til 20 þúsund úkraínskir hermenn freistuðu þess enn að verja borgina. Það vekur nokkra athygli að á sama tíma og bandamenn Úkraínu hafa lýst því yfir að yfirráð yfir borginni skipti ekki sköpum og að sigur Rússa í orrustunni væri aðeins táknrænn hefur Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagt borgina taktískt mikilvæga. Forsetinn sagði í samtali við CNN að ef Bakhmut félli þá væri „opinn vegur“ fyrir Rússa að ná öðrum borgum á sitt vald. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Þrátt fyrir að bardagarnir í Bakhmut hafi kostað báðar fylkingar miklar blóðsúthellingar virðast Úkraínumenn mögulega eygja tækifæri í því að gera út um þann liðsstyrk sem Wagner aflaði sér úr fangelsum Rússlands. New York Times hefur eftir yfirvöldum í Úkraínu að nærri 30 þúsund af 50 þúsund liðsmönnum Wagner hafi ýmist verið drepnir, særst eða hlaupist undan, margir í Bakhmut. Stjórnvöld hafa ekki gefið upp hversu margir Úkraínumenn hafa fallið en Rússar segja fjöldann í kringum 11 þúsund, bara í febrúar. Yevgeny Prigozhin, stofnandi Wagner, segir málaliðahópinn nú hafa austurhluta Bakhmut alfarið á sínu valdi, allt austan við ána Bakhmutka. Hann sagði í gær að um 12 til 20 þúsund úkraínskir hermenn freistuðu þess enn að verja borgina. Það vekur nokkra athygli að á sama tíma og bandamenn Úkraínu hafa lýst því yfir að yfirráð yfir borginni skipti ekki sköpum og að sigur Rússa í orrustunni væri aðeins táknrænn hefur Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagt borgina taktískt mikilvæga. Forsetinn sagði í samtali við CNN að ef Bakhmut félli þá væri „opinn vegur“ fyrir Rússa að ná öðrum borgum á sitt vald.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira