Hæstbjóðendur komi til baka á hnjánum Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir markmiðið að fella núverandi meirihluta í Hafnarfirði og koma jafnaðarmönnum aftur til valda í bænum. Oddvitar átta framboða í Hafnarfirði mættu til kappræðna í beinni útsendingu á Vísi í gær. 11.5.2022 09:00
Tekist á um forystuna í Hafnarfirði í kappræðum á Vísi Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu eftir fjóra daga og ákveða hverjir skuli fara með stjórn bæjarins á næstu fjórum árum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita framboða í bænum í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 10.5.2022 09:27
Bein útsending: Kappræður oddvita framboða í Kópavogi Í dag eru fimm dagar þar til kjósendur í sextíu og sjö sveitarfélögum landsins ganga að kjörborðinu og velja fulltrúa til að stjórna nærsamfélagi þeirra næstu fjögur árin. Fréttastofan býður upp á kappræður oddvita framboða í þremur stærstu sveitarfélögum landsins og byrjar á Kópavogi í dag. 9.5.2022 10:36
Úkraínuforseti segir að Rússum verði refsað fyrir dómstólum og á vígvellinum Rússar hafa haldið uppi sprengjuárásum á Azov stáliðjuverið í þrjá sólarhringa samfleytt og komið í veg fyrir að fleiri óbreyttir borgarar komist þaðan. Úkraínuforseti segir Rússa verða látna svara fyrir glæpi sína fyrir dómstólum og á vígvellinum en hann ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. 5.5.2022 20:31
Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5.5.2022 12:01
Tveir listar reyna að rjúfa sjálfstæðismúrinn á Nesinu Oddvitar þeirra þriggja framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Bærinn hefur verið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins áratugum saman en nú telja önnur framboð meiri möguleika en oft áður að ná meirihluta í komandi kosningum. 5.5.2022 11:22
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4.5.2022 20:08
Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4.5.2022 19:21
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4.5.2022 12:28
Lýsa helvíti á jörð í Mariupol Óbreyttir borgarar sem komust frá Mariupol um helgina lýsa aðstæðum þar sem algeru helvíti. Rússar hafa byrjað árásir á stáliðjuver borgarinnar á ný. Forsætisráðherra Bretlands sagðist sannfærður um sigur Úkraínu í stríðinu við Rússa þegar hann ávarpaði þing landsins í dag. 3.5.2022 19:20