Fleiri kosið utan kjörfundar í Reykjavík en fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 Fleiri hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík nú en fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018, þótt tíminn til að kjósa utan kjörfundar sé mun styttri nú en þá. 3.5.2022 19:01
Fylgisaukning Pírata heldur meirihlutanum í Reykjavík á lífi Sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum segir spennandi kosningar framundan í Reykjavík. Sameiginlegt fylgi meirihlutaflokkanna geti ráðist af kjörsókn kjósenda Pírata sem eru í sókn í borginni. 3.5.2022 12:53
Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29.4.2022 19:30
Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29.4.2022 19:21
Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28.4.2022 19:23
Bær í örum vexti í Pallborðinu Íbúum hefur hvergi fjölgað jafn mikið á undanförnum árum eins og í Reykjanesbæ sem er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Oddvitar þriggja framboða mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14 í dag. 28.4.2022 13:11
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27.4.2022 19:20
Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26.4.2022 19:31
Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. 26.4.2022 19:20
Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri úttekt, töluvert færri en þegar staðan var síðast könnuð fyrir fimm árum. Talið er æskilegt að fólk geti skráð búsetu sína í atvinnuhúsnæði til að auka á öryggi þess. 22.4.2022 20:01