Hæstbjóðendur komi til baka á hnjánum Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2022 09:00 Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigurður Pétur Sigmundsson. Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson voru fyrir svörum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir markmiðið að fella núverandi meirihluta í Hafnarfirði og koma jafnaðarmönnum aftur til valda í bænum. Oddvitar átta framboða í Hafnarfirði mættu til kappræðna í beinni útsendingu á Vísi í gær. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira