Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar

Töluverð hætta er á að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum og komi fölsuðum lyfjum í umferð. Sérfræðingur segir dæmi um að fólk hafi látið lífið neyslu slíkra lyfja sem það keypti á netinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 

Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið.

Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur em­bættum

Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu

Starfs­maður Múlaborgar á­kærður

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Hve­nær má byrja að spila jóla­lög?

Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar.

Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið

Átta jarðskjálftar hafa mælst við Bláa lónið á Reykjanesi síðan klukkan 10:15 í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir að fylgst sé grannt með og verið að lesa í gögn. Engin merki séu þó um gosóróa.

Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla

Nokkur náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum og vonbrigðum vegna opnunar Vonarskarðs fyrir bílaumferð. Þau segja stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs ábótavant og ætla að leita til UNESCO vegna málsins.

Var ofur­ölvi þegar hann hljóp yfir Reykja­nes­braut

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl.

Sjá meira