Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16.4.2025 13:50
Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnar í dag 95 ára afmæli sínu. Af því tilefni var gefin út bókin Frönsk framúrstefna; Sartre, Genet, Tardieu en í bókinni má finna þýðingar Vigdísar á þremur leikritum. 15.4.2025 22:05
Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Ung fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vogi vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir stöðunni en nokkur ungmenni hafa verið handtekin á landamærunum á undanförnum vikum vegna fíkniefnainnflutnings. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 15.4.2025 18:11
Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15.4.2025 12:30
Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. 14.4.2025 22:02
Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á þrettán kílóum af kókaíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og var hann á leið til landsins frá Frakklandi. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir sérstakt að finna svo mikið magn fíkniefna í handfarangri. 14.4.2025 18:10
Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Borgarstjóri segir brýnt að nýr samningur um rekstur eftirlitsmyndavéla í miðborg verði undirritaður sem fyrst og á von á að málið verði afgreitt í síðasta lagi í maí. Borgin og lögregla hafa óskað eftir aðkomu dómsmálaráðuneytisins að málinu. 11.4.2025 21:47
Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins. 11.4.2025 12:30
Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10.4.2025 16:53
Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Hugtakið „woke“ hefur verið til mikillar umræðu í vikunni og virðist hver og einn skilgreina hugtakið á sinn hátt. Sumir vilja meina að hugtakið snúist um umburðarlyndi en aðrir segja það einkennast af einræðislegri hugmyndafræði. 10.4.2025 11:01