Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón. 1.12.2025 11:13
Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. 1.12.2025 10:27
Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir í Kópavogi, sem þóttist vera í lyfjameðferð vegna banvæns krabbameins mánuðum saman og skrifaði út lyf á fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað inn læknaleyfinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem konan lýgur því að sínum nánustu að hún berjist við krabbamein. 30.11.2025 18:46
Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Læknir, sem hélt því ranglega fram við fjölskyldu sína mánuðum saman að hún glímdi við banvænt krabbamein og skrifaði út lyf á nána fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað læknaleyfinu. Þetta er í annað sinn sem konan gerir sér upp krabbamein. 30.11.2025 17:47
Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Erlend netverslun jókst verulega í október og hefur vörum frá Kína fjölgað mjög á síðustu árum. Sérfræðingur í netverslun líkir aðferðafræði stórfyrirtækjanna til að ná í viðskiptavini við aðferðafræði veðmálafyrirtækja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. 30.11.2025 11:54
Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Íslendingur í Hong Kong segir mikla sorg ríkja eftir eldsvoða í sjö íbúðaturnum. Á annað hundrað hafa fundist látnir og fólks er enn leitað í brunarústunum. 29.11.2025 20:00
Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi. 29.11.2025 15:32
„Mjög vont fyrir lýðræðislega umræðu“ Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna sem upp er komin á fjölmiðlamarkaði grafalvarlega. Nauðsynlegt sé að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla í þágu lýðræðis í landinu. 29.11.2025 13:00
„Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Fjármálaráðherra segir gleðitíðindi að verðbólga sé komin niður fyrir fjögur prósent og hafi ekki verið minni í fimm ár. Væntingar um hraðari lækkun stýrivaxta hafi aukist hjá honum eins og mörgum öðrum. 29.11.2025 12:01
Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Prófessor við Háskóla Íslands sem hefur rannsakað fæðingarorlofskerfið segir það ekki sérstaklega frábrugðið fæðingarorlofskerfum hinna Norðurlandanna. Mun meiri munur sé á leikskólakerfinu. 28.11.2025 18:12