Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21.8.2022 12:16
„Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21.8.2022 10:08
Hlupu með Bjarteyju í hjartanu og söfnuðu meira en þremur milljónum Fjölskylda, vinir og velunnarar Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur sem lést í apríl á þessu ári vegna illvígs heilaæxlis aðeins ellefu ára gömul hafa nú safnað rúmlega 3,3 milljónum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítala hringsins. 20.8.2022 18:21
„Hugsanlegt að við séum að nálgast goslokin“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosinu mögulega lokið, eldgosatímabilinu sé þó ekki að ljúka og Fagradalsfjallseldum ekki heldur. 20.8.2022 15:47
Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20.8.2022 14:57
Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20.8.2022 14:00
Forsetahjónin reimuðu á sig hlaupaskóna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag og létu forsetahjónin sig ekki vanta. Ásamt þeim hefur mikill fjöldi ákveðið að reima á sig hlaupaskóna og taka þátt. 20.8.2022 13:16
Mikil spenna og eftirvænting vegna Menningarnætur Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag. 20.8.2022 12:13
Opið að gosstöðvum en varað við veðri Opið er á gosstöðvum í Meradölum í dag en þó er varað við vindi en búist er við norðan 10 til 18 metrum á sekúndu í dag. 20.8.2022 10:25
„Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið“ Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti. 19.8.2022 14:16