Heilbrigðiseftirlitið kallað til vegna olíuleka eftir að flutningabíll valt Flutningabíll frá Eimskip fór á hliðina á Suðurlandsvegi á vatnsverndarsvæði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirlitinu eru mættir á vettvang. 4.9.2022 16:33
Már kannar hvort blindur maður geti flogið flugvél Sund- og tónlistarmaðurinn síkáti Már Gunnarsson hefur gert ýmislegt magnað á lífsleiðinni, eins og til dæmis að slá heimsmet í sundi og freistað þess að taka þátt í Eurovision. Nú virðist flugklefinn næsti áfangastaður Más. 4.9.2022 15:27
Hamas samtökin tóku tvo meinta njósnara af lífi Hamas samtökin, sem fara með stjórn á Gaza svæðinu, eru sögð hafa tekið fimm Palestínumenn af lífi. Aftökurnar eru sagðar þær fyrstu sem vitað sé um frá apríl 2017. 4.9.2022 14:18
Forsetahlaupið vakti mikla lukku Forsetahlaup UMFÍ var haldið í fyrsta sinn með pompi og prakt á Álftanesi í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hljóp í báðum hlaupunum sem stóðu þátttakendum til boða og veitti verðlaun að þeim loknum. UMFÍ vonast með hlaupinu til þess að hvetja fólk til þess að hreyfa sig meira í góðum félagsskap. 4.9.2022 12:23
Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4.9.2022 10:26
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4.9.2022 00:22
Aldrei fleiri mætt á Ljósanótt Það var sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósanótt náði hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 3.9.2022 23:14
„Master Chief“ nýtur lífsins á Íslandi Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours. 3.9.2022 21:36
Lést eftir að faðirinn skildi hann eftir í heitum bíl í 5 klukkustundir Nítján ára karlmaður í Ohio á yfir höfði sér ákæru vegna dauða sonar síns. Hann er sagður hafa viljandi skilið eins árs gamlan son sinn eftir í heitum bíl með þeim afleiðingum að barnið lést. 3.9.2022 21:05
Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3.9.2022 20:33