Sextán látin vegna aurskriðu í Úganda Miklar rigningar á þriðjudag í Úganda ollu aurskriðu í Kasese héraði snemma á miðvikudag sem varð sextán manns að bana. Sex glíma við meiðsli vegna skriðunnar og eru sögð fá hjálp á sjúkrahúsi í grenndinni. 8.9.2022 18:26
Málverk Obama hjóna afhjúpuð Forsetamálverk Obama hjóna voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna líkti forsetastarfinu við boðhlaup. 8.9.2022 00:00
Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7.9.2022 22:28
Auglýsingaherferð undirfatafyrirtækis breytti klæðaburði Clinton Stjórnmálakonan Hillary Clinton hefur nú útskýrt hvers vegna hún gangi aðeins í buxnadrögtum en dragtirnar hafa orðið að einskonar einkennisklæðnaði Clinton. 7.9.2022 19:56
Aflimanir framkvæmdar tugþúsundum ára fyrr en talið var Vísindamenn hafa nú fundið beinagrind í helli í Indónesíu sem bendir til þess að aflimanir hafi verið framkvæmdar fyrr en áður var talið. Beinagrindin er sögð 31.000 ára gömul og á hana vantar neðri hluta vinstri fótleggjar. 7.9.2022 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.9.2022 18:00
Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifibrauð Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu. 6.9.2022 23:05
Fjámagnsinnspýting til Truth Social á bið Samfélagsmiðill fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, Truth social, virðist vera í vanda staddur en fjárfesting upp á marga milljarða hafi ekki skilað sér vegna rannsóknar á henni. Áform um að færa móðurfélag Truth Social, Trump Media and Technology Group á opinberan markað séu því í hættu. 6.9.2022 21:35
Embla er íslensk Siri í stöðugri þróun Með tæknivæðingunni hafa komið hinar ýmsu snjalllausnir eins og rafræna aðstoðarkona Apple, Siri og aðstoðarkona Amazon, Alexa. Siri og Alexa skilja ekki íslensku en nú er íslensk útgáfa í þróun, hún ber heitið Embla. 6.9.2022 20:16
Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. 6.9.2022 18:31