Ljósbrá Baldursdóttir fyrsti kvenkyns forstjóri PwC Ljósbrá Baldursdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstjóri PwC en hún tekur við af Friðgeir Sigurðssyni. Ljósbrá verður fyrsta konan til þess að gegna þessari stöðu í 98 ára sögu félagsins á Íslandi. 29.9.2022 10:48
Lizzo spilaði á kristalsflautu James Madison Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal. 28.9.2022 17:12
Segir fótleggi eiginkonu fyrrverandi vera flottasta Fatamerki Kim Kardashian, Skims hefur nú bætt brjóstahöldurum við vöruúrvalið sitt. Í auglýsingaherferð fyrir undirfötin má sjá fyrirsætuna og leikkonuna, Brooke Shields. Í auglýsingunni fer Shields fögrum orðum um fótleggi konu fyrrverandi eiginmanns síns. 28.9.2022 15:33
Hálsaskógur óþekkjanlegur eftir storminn Skógræktarfélag Djúpavogs varð fyrir miklu tjóni vegna óveðursins sem geisaði nú fyrir skömmu. Lágmark þrjú hundruð tré eyðilögðust í Hálsaskógi vegna veðursins. Stuðningsmaður skógræktarfélagsins telur ekki mögulegt fyrir félagið að taka til og laga svæðið nema með utanaðkomandi aðstoð. 28.9.2022 14:14
Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. 28.9.2022 12:26
Rekinn úr Try Guys eftir framhjáhald Þeir Ned Fulmer, Keith Habersberger, Zach Kornfeld og Eugene Lee Yang hafa haldið úti Youtube stöðinni The Try Guys. Nú hefur Ned Fulmer verið rekinn úr hópnum eftir að upp komst um framhjáhald á milli hans og samstarfsfélaga. 28.9.2022 11:31
Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. 27.9.2022 16:40
Skrifstofu Sony á Íslandi lokað Skrifstofa Sony Music á Íslandi hættir formlega störfum þann 31. október næstkomandi vegna stefnubreytingar hjá Sony Music Entertainment. Dreifing á íslenskum útgáfum verður þá í höndum Sony í Kaupmannahöfn. 27.9.2022 13:04
Nýtt konungsmerki Karls III afhjúpað Nú eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar breytist ýmislegt til þess að marka komu nýs konungs. Til dæmis verða breytingar gerðar á útliti pundsins og nýtt konunglegt merki sem prýðir til dæmis póstkassa og byggingar verður tekið í notkun. Merki Karls III Bretlandskonungs var kynnt í gær. 27.9.2022 11:58
Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. 26.9.2022 16:51