Nýtt konungsmerki Karls III afhjúpað Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. september 2022 11:58 Merki Karls III og Elísabetar II. AP/Buckingham Palace PA, Getty/Whiteway Nú eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar breytist ýmislegt til þess að marka komu nýs konungs. Til dæmis verða breytingar gerðar á útliti pundsins og nýtt konunglegt merki sem prýðir til dæmis póstkassa og byggingar verður tekið í notkun. Merki Karls III Bretlandskonungs var kynnt í gær. Konunglegu merkin eiga sér langa sögu en hægt er að sjá mörg þeirra á póstkössum víðs vegar í konungsveldinu. Konunglegu merkin á póstkössum endurspegla hver var við stjórnvölinn þegar póstkassinn var búinn til. Konunglegt merki Karls III var afhjúpað í gær og má sjá stafina CR á því ásamt rómverskum tölustöfum sem merkja að hann sé sá þriðji. Á konunglegu merkjunum er titli einvaldsins og skammstöfun gjarnan blandað saman til en merki Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar var til dæmis EIIR, eða Elísabet önnur drottning. Þetta má sjá í samantekt breska póstsafnsins. Merki Viktoríu á póstkassa á Írlandi.Getty/Sergio Amiti Þar kemur fram að stafurinn R sem má sjá í merki Elísabetar standi fyrir Regina en R í merkjum konunga standi fyrir Rex. Á latínu þýði Regina og Rex drottning og konungur. Þó er merki Elísabetar ekki eins alls staðar. Þar sem Elísabet I var ekki drottning yfir Skotlandi samþykktu margir Skotar ekki merkinguna EIIR fyrir þá síðari. Póstkassar sem báru þá merkingu voru gjarnan skemmdir og sprengdir í loft upp í mótmælaskyni. Merkingunni var í kjölfarið breytt í Skotlandi og var skoska krúnan sett inn á merkið. Sú breyting verður einnig gerð á merki Karls III í Skotlandi. Merki Játvarðs VII sem var konungur frá 1901 til 1910.Getty/Whiteway 60 prósent póstkassa konungsveldisins bera merki Elísabetar. Aðeins 170 standa eftir frá valdatíð Játvarðs VII sem afsalaði sér konungstign árið 1936. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Ef vel er að gáð má enn finna póstkassa innan veldisins sem merktir eru Viktoríu drottningu sem var drottning frá árinu 1837 til dauðadags árið 1901. Merki Viktoríu er VR eða Victoria Regina. There's a #CypherSpotting trend sweeping the UK - read up on the history of Royal Cyphers here and let us know which ones you find on your local postboxes. -> https://t.co/LJNOSZ2gsI pic.twitter.com/3u9VSvCOBw— The Postal Museum (@thepostalmuseum) September 25, 2022 Hér að ofan má sjá merki konungleg merki bresku krúnunnar allt frá valdatíð Viktoríu drottningu frá árinu 1837 til valdatíðar Elísabetar II. Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Konunglegu merkin eiga sér langa sögu en hægt er að sjá mörg þeirra á póstkössum víðs vegar í konungsveldinu. Konunglegu merkin á póstkössum endurspegla hver var við stjórnvölinn þegar póstkassinn var búinn til. Konunglegt merki Karls III var afhjúpað í gær og má sjá stafina CR á því ásamt rómverskum tölustöfum sem merkja að hann sé sá þriðji. Á konunglegu merkjunum er titli einvaldsins og skammstöfun gjarnan blandað saman til en merki Elísabetar Bretlandsdrottningar heitinnar var til dæmis EIIR, eða Elísabet önnur drottning. Þetta má sjá í samantekt breska póstsafnsins. Merki Viktoríu á póstkassa á Írlandi.Getty/Sergio Amiti Þar kemur fram að stafurinn R sem má sjá í merki Elísabetar standi fyrir Regina en R í merkjum konunga standi fyrir Rex. Á latínu þýði Regina og Rex drottning og konungur. Þó er merki Elísabetar ekki eins alls staðar. Þar sem Elísabet I var ekki drottning yfir Skotlandi samþykktu margir Skotar ekki merkinguna EIIR fyrir þá síðari. Póstkassar sem báru þá merkingu voru gjarnan skemmdir og sprengdir í loft upp í mótmælaskyni. Merkingunni var í kjölfarið breytt í Skotlandi og var skoska krúnan sett inn á merkið. Sú breyting verður einnig gerð á merki Karls III í Skotlandi. Merki Játvarðs VII sem var konungur frá 1901 til 1910.Getty/Whiteway 60 prósent póstkassa konungsveldisins bera merki Elísabetar. Aðeins 170 standa eftir frá valdatíð Játvarðs VII sem afsalaði sér konungstign árið 1936. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Ef vel er að gáð má enn finna póstkassa innan veldisins sem merktir eru Viktoríu drottningu sem var drottning frá árinu 1837 til dauðadags árið 1901. Merki Viktoríu er VR eða Victoria Regina. There's a #CypherSpotting trend sweeping the UK - read up on the history of Royal Cyphers here and let us know which ones you find on your local postboxes. -> https://t.co/LJNOSZ2gsI pic.twitter.com/3u9VSvCOBw— The Postal Museum (@thepostalmuseum) September 25, 2022 Hér að ofan má sjá merki konungleg merki bresku krúnunnar allt frá valdatíð Viktoríu drottningu frá árinu 1837 til valdatíðar Elísabetar II.
Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira