Þórunn Oddný nýr skrifstofustjóri hjá forstjóra Landspítala Þórunn Oddný Steinsdóttir tekur við af Önnu Sigrúnu Baldursdóttur sem skrifstofustjóri á skrifstofu forstjóra hjá Landspítalanum. Þórunn er lögfræðingur og hefur starfað sem staðgengill skrifstofustjóra og settur skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. 26.9.2022 16:12
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24.9.2022 16:27
Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24.9.2022 15:31
Leiðir skilja hjá enn einu Bachelor parinu Bachelor þátttakendurnir Clayton Echard og Susie Evans tilkynntu aðdáendum Bachelor heimsins um sambandsslit sín á Instagram í gær. Parið hafði verið saman síðan seríu Echard sem Bachelor lauk. 24.9.2022 13:17
„Við eigum ekki að haga okkur svona“ Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK hefur ýtt úr vör nýju átaki sem snýr að því að koma í veg fyrir og varpa ljósi á kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Átakið hófst með myndbandi þar sem málefninu er skellt upp með húmor, það mætti segja að orðatiltækið „öllu gríni fylgir einhver alvara“ eigi við hér. 24.9.2022 12:56
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá því að einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. Við ræðum við verjanda annars þeirra sem sitja nú í gæsluvarðhaldi. 24.9.2022 11:33
Louise Fletcher er látin Bandaríska leikkonan góðkunna, Louise Fletcher er látin, 88 ára að aldri. Fletcher var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Ratched í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu, eða One Flew Over the Cuckoo‘s Nest, frá árinu 1975. 24.9.2022 10:06
Nýr stigabíll gjörbreyti öllu fyrir slökkviliðið Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk afhentan nýjan stigabíl í dag. Bíllinn kemst í 42 metra hæð. Þjálfunarstjóri slökkviliðsins segir aðra stigabíla á landinu töluvert lægri. 24.9.2022 08:01
Brad Pitt stígur inn í húðvörubransann Brad Pitt hefur nú sett á flug sína eigin húðvörulínu en vörurnar segir hann henta öllum kynjum. 23.9.2022 23:25
Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23.9.2022 22:25