Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. 30.9.2022 21:45
Ekki lengur sent í sóttkví við komuna til Ástralíu Ástralía mun hætta að senda ferðalanga sem koma til landsins í sóttkví við komu frá og með 14. október næstkomandi. Landið hefur verið þekkt fyrir einar ströngustu reglur og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. 30.9.2022 20:31
Svíar á svæðinu sólarhring áður en meint skemmdarverk átti sér stað Fjórir lekar fundust á Nord stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti á dögunum og telur Atlantshafsbandalagið að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Norrænir jarðskjálftamælar urðu varir við tvær sprengingar á svæðinu. Sænski sjóherinn sinnti eftirliti á svæðinu þangað til sólarhring áður en meintu skemmdarverkin áttu sér stað. 30.9.2022 18:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30.9.2022 18:00
Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30.9.2022 00:06
Boðið að gista í kofa Sanderson systra Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts. 29.9.2022 23:11
Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29.9.2022 22:32
Hafi beðið Taívan um milljarð dala til þess að tryggja bandalagið Forseti Paragvæ, Mario Abdo Benítez er sagður hafa beðið taívönsk stjórnvöld um að fjárfesta í bandalagi ríkjanna tveggja fyrir einn milljarð dollara eða rúmlega 147 milljarða króna. Fjárfestinguna er hann sagður biðja um til þess að fá hvata til að láta ekki undan þrýstingi og gerast bandamaður Kína. 29.9.2022 15:20
Villisveppaostur og Rjómasveppasósa innkölluð vegna aðskotahlutar Mjólkursamsalan og Aðföng hafa ákveðið að kalla inn Villisveppaost ásamt Rjómasveppasósu undir vörumerkinu Íslandssósur. Aðskotahlutur fannst í kryddi sem notað var við framleiðslu. 29.9.2022 12:35
Fjölmiðlakonan Katie Couric greindist með brjóstakrabbamein Fjölmiðlakonan Katie Couric greindi frá því í gær að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein fyrr í sumar. Meinið var fjarlægt og hún lauk geislameðferð fyrr í vikunni. 29.9.2022 12:31