Tilraun til vitundavakningar endaði með fangelsisdómi Tveir menn hafa nú verið dæmdir til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir tilraun sína til þess að skemma málverkið „Stúlkan með perlueyrnalokkinn“ eftir Vermeer í nafni aðgerða í umhverfismálum. 3.11.2022 19:56
Actice ehf. undir hatt Kynnisferða Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru. 3.11.2022 18:23
Segir réttinda Hussein ekki gætt við handtöku Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. 3.11.2022 07:18
Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2.11.2022 21:42
Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2.11.2022 20:58
Hefur enn ekki viðurkennt ósigur beint út Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu, tjáði sig í dag í fyrsta skipti síðan hann tapaði fyrir Luiz Inacio „Lula“ da Silva í forsetakosningum þar í landi 30. október síðastliðinn. Bolsonaro virtist ekki mótmæla niðurstöðunni en hann hefur ekki enn beint viðurkennt ósigur. 1.11.2022 23:23
Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1.11.2022 20:46
Rithöfundurinn Julie Powell er látin Rithöfundurinn Julie Powell, sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, „Mastering the Art of French Cooking“ er látin 49 ára að aldri. Powell lést úr hjartastoppi á heimili sínu í New York. 1.11.2022 19:44
Stefna um fjölgun leikskólaplássa og fækkun starfsmanna sýni metnaðarleysi Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti í dag athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, 2023 væri aðeins reiknað með að leikskólaplássum í Reykjavík fjölgi um 109. Einnig sé stefnt að því að fækka leikskólastarfsmönnum. 1.11.2022 18:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir það helsta í mestu aðhaldsaðgerðum Reykjavíkurborgar frá hruni. Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga. Við heyrum einnig álit oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni á aðgerðunum. 1.11.2022 18:02