Fréttamaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Nýjustu greinar eftir höfund

Actice ehf. undir hatt Kynnis­ferða

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru.

Segir réttinda Hussein ekki gætt við hand­töku

Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. 

Hand­­tekin og vísað úr landi án nokkurs fyrir­­vara þrátt fyrir veikindi

Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól.

Hefur enn ekki viðurkennt ósigur beint út

Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu, tjáði sig í dag í fyrsta skipti síðan hann tapaði fyrir Luiz Inacio „Lula“ da Silva í forsetakosningum þar í landi 30. október síðastliðinn. Bolsonaro virtist ekki mótmæla niðurstöðunni en hann hefur ekki enn beint viðurkennt ósigur.

Rithöfundurinn Julie Powell er látin

Rithöfundurinn Julie Powell, sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, „Mastering the Art of French Cooking“ er látin 49 ára að aldri. Powell lést úr hjartastoppi á heimili sínu í New York.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir það helsta í mestu aðhaldsaðgerðum Reykjavíkurborgar frá hruni. Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga. Við heyrum einnig álit oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni á aðgerðunum.

Sjá meira