Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30.10.2022 23:32
Nakamura nýr heimsmeistari í Fischer-slembiskák Stórmeistarinn Hikaru Nakamura frá Bandaríkjunum er nýr heimsmeistari í Fischer-slembiskák. 30.10.2022 22:42
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30.10.2022 21:43
Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30.10.2022 20:15
Samfylkingin skuldi þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun. 30.10.2022 18:07
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29.10.2022 23:34
Carlsen dottinn út og Hjörvar keppir um sjöunda sætið Ríkjandi heimsmeistarar í skák og Fischer-slembiskák, Magnus Carlsen og Wesley So komust hvorugur áfram í úrslit heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák sem haldið er hér á landi og lýkur á morgun. 29.10.2022 22:56
Cavill kveður Geralt af Riviu Leikarinn Henry Cavill hefur sagt skilið við hlutvek sitt í Netflix þáttunum „The Witcher“ og kemur Liam Hemsworth í hans stað. 29.10.2022 21:58
Viðgerð á landstreng lokið og slitið af manna völdum Viðgerðum á landshring Mílu er nú lokið en henni lauk klukkan 20:26 í kvöld. Aðili á svæðinu er sagður hafa grafið strenginn í sundur en landshringurinn slitnaði á milli Holts og Hafnar í Hornafirði. 29.10.2022 20:50
Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. 29.10.2022 20:27