Gul viðvörun í gildi víða næstu daga og fjórar lægðir í kortunum Gul viðvörun vegna veðurs verður í gildi víða á landinu næstu daga. Í dag nær hún til Stranda og Norðurlands vestra, Vestfjarða og Norðurlands eystra. 12.1.2020 07:32
Handtekinn í annað sinn þá grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Í morgun voru alls níu aðilar vistaðir í fangaklefa. 12.1.2020 07:21
Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10.1.2020 08:00
Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9.1.2020 21:15
Fundu lík í lendingarbúnaði flugvélar sem lenti í París Flugfélagið Air France staðfesti þessar fregnir á Twitter-síðu sinni í gær og greindi frá frá því að líkið hafi fundist í vél á leið frá borginni Abidjan síðasta þriðjudag. 9.1.2020 20:35
Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9.1.2020 18:38
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9.1.2020 17:16
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5.1.2020 14:39
Jarðskjálfti mældist á Reykjaneshrygg Skjálfti að stærð 3,6 mældist á Reykjaneshrygg klukkan 9:40 í dag og fannst um þrjátíu kílómetra frá landi. 5.1.2020 12:52
Lægðin á þriðjudag með „allra dýpstu lægðum“ og færir með sér mikinn vestanhvell Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 5.1.2020 11:43