Kristján Guðmundsson látinn Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann var sjálflærður myndlistarmaður og einn stofnenda Gallerí SÚM. Hópurinn að baki SÚM olli straumhvörfum í íslenskri myndlistarsenu á sjöunda áratugnum. 24.11.2025 23:43
Simmi Vill í meðferð „Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“ 24.11.2025 21:58
Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Utanríkisráðherra fundaði með fulltrúum atvinnulífsins í dag um verndartolla Evrópusambandsins (ESB) á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Sjónarmið Íslands hafa hlotið hljómgrunn hjá ESB eftir að niðurstaðan lá fyrir, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þá hafi ESB gefið til kynna að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. 24.11.2025 20:22
Vara við flughálku í fyrramálið Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið. 24.11.2025 19:20
Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Norðurál hefur tilkynnt Orkuveitunni um greiðslufall vegna endurtekinna bilana í álveri þess á Grundartanga. Orkuveitan gerir ráð fyrir lægri rekstrarhagnaði í ár vegna þessa og að arðgreiðslur lækki um tvo milljarða króna á næsta ári. Forstjóri Orkuveitunnar gagnrýnir aðgerðir Norðuráls og segir fyrirtækinu bera að greiða fyrir alla umsamda orku óháð því hvort hún sé nýtt. 24.11.2025 17:30
Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Upptökum á úrslitaþætti Den Store Bagedyst er lokið og er læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir því ein fárra sem vita hver stendur uppi sem sigurvegari dönsku bakstursþáttanna þetta árið. 17.11.2025 22:20
Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sendiferðabíll á vegum byggingaverktakans BYGG lenti í Reykjavíkurtjörn síðdegis í dag. Bifreiðin var mannlaus þegar atvikið átti sér stað og er grunur um aftanákeyrslu. Lögreglan kom á staðinn og kallaði út dráttarbíl. 17.11.2025 19:24
Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla í Reykjavík og lyfjum stolið þaðan. Lögreglan rannsakar nú málið en einnig voru skemmdir og mögulegt tjón unnið á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina. 17.11.2025 17:41
Reynir aftur við Endurupptökudóm Tveir sækjast eftir því að verða dómandi og varadómandi við Endurupptökudóm. Skipað verður í embættin frá 1. febrúar næstkomandi en dómsmálaráðuneytið auglýsti embættin laus til umsóknar í október. 17.11.2025 15:59
Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni eða tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfestir fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 13.11.2025 20:04