Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur verið kjörinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár. Hann hefur reynt að greiða götu virkjanaframkvæmda í ánni og mætt þar andstöðu veiðifélagsins. Hann boðar stefnubreytingu og segir nýja stjórn félagsins ætla að vinna með Landsvirkjun. 3.4.2025 23:35
Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2030 hefur verið frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. 3.4.2025 20:22
Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Alls sóttu 22 um embætti skrifstofustjóra Alþingis en meðal þeirra eru Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi þingmaður, Kristrún Heimisdóttir lektor, Kristján Andri Stefánsson sendiherra í Brussel, og Hörður Ágústsson sem var áður hjá Macland og Hopp. Sex sviðsstjórar sækja einnig um. 3.4.2025 20:18
Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 3.4.2025 19:23
Vaktin: Tollar Trump valda usla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðaði í gær umfangsmikla tolla á flest ríki heims. Sakaði hann umheiminn um að hafa um árabil haft Bandaríkin að féþúfu. 3.4.2025 10:55
Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Þingfundur stóð fram til 23:51 í kvöld og er það annan daginn í röð sem fundur teygir sig yfir á tólfta tímann. Þingmenn ræddu í annað sinn fram um frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. 2.4.2025 23:31
„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2.4.2025 21:58
Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2.4.2025 19:54
Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs HÍ til næstu fimm ára. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið. 2.4.2025 18:55
Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Sjötíu manns var sagt upp hjá Kömbum í gær og starfsfólki þess tilkynnt að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Laun voru ekki greidd út um síðustu mánaðamót. 2.4.2025 17:22