Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja ein­földu leiðina“

„Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri.

Usli og glæsi­leiki á Kjarvals­stöðum

Það var líf og fjör á Kjarvalsstöðum á dögunum á opnun glæsilegrar einkasýningar Hallgríms Helgasonar sem sækir innblástur í ýmis konar usla. Fullt var út úr dyrum og meðal gesta voru Gísli Marteinn, Þorgerður Katrín, Ármann Reynisson og Jón Sæmundur svo eitthvað sé nefnt. 

„Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægi­legt“

Tónlistarmaðurinn Magnús Valur Willemsson Verheul notast við listamannsnafnið Mt. Fujitive og er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lög hans eru sömuleiðis sum með tugi milljóna spilanna en þrátt fyrir það hefur Magnús Valur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina og tilveruna.

Ragga Holm og Elma eignuðust dreng

Reykjavíkurdóttirin Ragga Holm og kærastan hennar Elma Valgerður eignuðust frumburð sinn þann 22. október síðastliðinn. Öllum heilsast vel og segist Ragga ekki geta sett það í orð hve stolt hún er af konunni sinni.

Lauf­ey fagnaði með Oli­viu Rodrigo og Chappell Roan

Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag. 

„Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leik­kona“

„Þegar ég var bara sjö ára gömul segi ég við konu sem var að vinna á göngunum í grunnskólanum mínum: Þú þarft að muna eftir mér. Birna Rún Eiríksdóttir, mundu nafnið því ég verð nefnilega mjög þekkt leikkona. Ég veit ekkert hvaðan þetta kom,“ segir leikkonan, veislustjórinn, TikTok stjarnan og uppistandarinn Birna Rún, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Greip tæki­færið og nýtur Parísar í botn

Lögfræðingurinn Marta Matthíasdóttir er búsett í París um þessar mundir og var það ákveðin skyndiákvörðun hjá henni. Hún er þar í viðbótar meistaranámi í lögfræði og nýtur þess sem Parísarborg hefur upp á að bjóða. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.

Á­tján ára og ó­létt en lét það ekki stoppa sig

„Það var kannski mesta sjokkið að vera komin rúma þrjá mánuði þegar ég fæ staðfest að ég sé ólétt. En ég er alveg viss um að þetta átti að gerast. Ég veit ekkert hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki átt hana,“ segir leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir sem varð ólétt átján ára gömul og byrjaði í Listaháskólanum með nokkurra mánaða gamalt barn. Birna Rún er viðmælandi í Einkalífinu.

Sjá meira